Innlent

"Unglingum þykir eftirsóknarvert að skaða sig“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Sérfræðingur á BUGL, barna og unglingageðdeild Landspítalans, segir sjálfskaða vera stærsta lýðheilsuvandamál ungmenna á Vesturlöndum. Hún segir vandamálið hafa stigmagnast með tilkomu svokallaðra Tumblr- bloggsíðna, en þar getur fólk haft samskipti í gegnum sameiginleg áhugamál. Stór hópur ungmenna deilir þar sameiginlegum áhuga á vanlíðan.

Sjálfskaði er ört vaxandi vandamál en nýjustu tölur sína að 10% ungmenna á aldrinum 14 - 15 ára skaða sig viljandi að staðaldri. Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur á BUGL, segir netið eiga stóran þátt í þessari þróun. 
 
 „Þetta virðist vera nokkuð vinsælt núna. Það er einhverskonar status fyrir ungmenni að geta sýnt sjálfskaða og geta sagt frá því. Það er einhverra hluta vegna eftirsóknarvert hjá ákveðnum hópi,“ útskýrir Vilborg.
 
Vilborg segir að sífellt fleiri sem skaði sig viljandi leggist inn á BUGL, en þó láti flestir af hegðuninni af sjálsdáðum. Þá segir hún mikilvægt að rugla ekki saman sjálfskaðahegðun og sjálfsvígstilraunum, þar sé um ólíka hluti að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×