Hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2014 15:07 Íslensku stelpurnar höfnuðu í 2. sæti í gær. Vísir/Valli Björn Björnsson, einn af þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins í fimleikum, segir mikinn spenning fyrir morgundeginum þegar úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum sem fer fram hér á landi. „Nú er bara stóri dagurinn þar sem við þurfum að framkvæma það sem við erum búin að undirbúa sem lið síðustu fjóra mánuði, og þessar stelpur miklu lengur sem einstaklingar. Við erum mjög spennt og hlakkar mikið til morgundagsins,“ sagði Björn í samtali við Vísi í dag. Ísland, sem á titil að verja í kvennaflokki, hafnaði í öðru sæti í forkeppninni í gær, en íslenska liðið fékk 56,450 stig í heildina. Sænska liðið varð hlutskarpast, en það fékk 56,733. Björn er nokkuð sáttur með hvernig til tókst í gær. „Já, þetta var fínt. Við hefðum sannarlega getað gert betur á nokkrum stöðum, en við vitum að við eigum það inni. Það voru hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart. Við bjuggumst ekki við að þeir færu úrskeiðis,“ sagði Björn, en hvað var það sem betur mátti fara í gær. „Fyrsta umferðin okkar á dýnu. Hún hefur verið mjög stöðug, en við misstum í raun það sem kallast liðsumferð. Tvær stelpur fengu æfinguna ekki gilda, en við vonumst til að það verði í lagi á morgun. Það skiptir gríðarlega miklu máli upp á einkunnina. „Við áttum góðan fund í gær og ræddum hvað við hefðum getað gert betur. Hópurinn er gríðarlega vel stemmdur og ákveðinn í að klára dæmið á morgun.“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Valgerður Sigurfinnsdóttir, Gerplu, meiddist í lokastökkinu, en liðið þarf að fylla skarð hennar á morgun. „Líklegast er hún ekki alvarlega slösuð. Það kemur betur í ljós síðar í dag þegar hún fer í myndatöku og frekari skoðun. Hún tognaði aðeins á liðböndunum í hnénu, en við fáum Glódísi (Guðgeirsdóttur) inn í staðinn. Við hvíldum hana í gær, en hún er gríðarlega öflug og ætlar að fylla skarð Völu að einhverju leyti,“ sagði Björn, en þjálfararnir voru að æfa stökk með Glódísi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli. Björn gerir ráð fyrir því að Svíar verði helsti andstæðingur Íslands á morgun. „Við sáum sænska liðið í gær og það var gríðarlega flott. Það verður ekkert tekið af þeim að þeir áttu dýnuna og trampólínið í gær, en við áttum dansgólfið og ætlum að eiga það á morgun,“ sagði Björn að lokum. Fimleikar Tengdar fréttir Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00 Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12 Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Björn Björnsson, einn af þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins í fimleikum, segir mikinn spenning fyrir morgundeginum þegar úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum sem fer fram hér á landi. „Nú er bara stóri dagurinn þar sem við þurfum að framkvæma það sem við erum búin að undirbúa sem lið síðustu fjóra mánuði, og þessar stelpur miklu lengur sem einstaklingar. Við erum mjög spennt og hlakkar mikið til morgundagsins,“ sagði Björn í samtali við Vísi í dag. Ísland, sem á titil að verja í kvennaflokki, hafnaði í öðru sæti í forkeppninni í gær, en íslenska liðið fékk 56,450 stig í heildina. Sænska liðið varð hlutskarpast, en það fékk 56,733. Björn er nokkuð sáttur með hvernig til tókst í gær. „Já, þetta var fínt. Við hefðum sannarlega getað gert betur á nokkrum stöðum, en við vitum að við eigum það inni. Það voru hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart. Við bjuggumst ekki við að þeir færu úrskeiðis,“ sagði Björn, en hvað var það sem betur mátti fara í gær. „Fyrsta umferðin okkar á dýnu. Hún hefur verið mjög stöðug, en við misstum í raun það sem kallast liðsumferð. Tvær stelpur fengu æfinguna ekki gilda, en við vonumst til að það verði í lagi á morgun. Það skiptir gríðarlega miklu máli upp á einkunnina. „Við áttum góðan fund í gær og ræddum hvað við hefðum getað gert betur. Hópurinn er gríðarlega vel stemmdur og ákveðinn í að klára dæmið á morgun.“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Valgerður Sigurfinnsdóttir, Gerplu, meiddist í lokastökkinu, en liðið þarf að fylla skarð hennar á morgun. „Líklegast er hún ekki alvarlega slösuð. Það kemur betur í ljós síðar í dag þegar hún fer í myndatöku og frekari skoðun. Hún tognaði aðeins á liðböndunum í hnénu, en við fáum Glódísi (Guðgeirsdóttur) inn í staðinn. Við hvíldum hana í gær, en hún er gríðarlega öflug og ætlar að fylla skarð Völu að einhverju leyti,“ sagði Björn, en þjálfararnir voru að æfa stökk með Glódísi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli. Björn gerir ráð fyrir því að Svíar verði helsti andstæðingur Íslands á morgun. „Við sáum sænska liðið í gær og það var gríðarlega flott. Það verður ekkert tekið af þeim að þeir áttu dýnuna og trampólínið í gær, en við áttum dansgólfið og ætlum að eiga það á morgun,“ sagði Björn að lokum.
Fimleikar Tengdar fréttir Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00 Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12 Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00
Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12
Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti