Hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2014 15:07 Íslensku stelpurnar höfnuðu í 2. sæti í gær. Vísir/Valli Björn Björnsson, einn af þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins í fimleikum, segir mikinn spenning fyrir morgundeginum þegar úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum sem fer fram hér á landi. „Nú er bara stóri dagurinn þar sem við þurfum að framkvæma það sem við erum búin að undirbúa sem lið síðustu fjóra mánuði, og þessar stelpur miklu lengur sem einstaklingar. Við erum mjög spennt og hlakkar mikið til morgundagsins,“ sagði Björn í samtali við Vísi í dag. Ísland, sem á titil að verja í kvennaflokki, hafnaði í öðru sæti í forkeppninni í gær, en íslenska liðið fékk 56,450 stig í heildina. Sænska liðið varð hlutskarpast, en það fékk 56,733. Björn er nokkuð sáttur með hvernig til tókst í gær. „Já, þetta var fínt. Við hefðum sannarlega getað gert betur á nokkrum stöðum, en við vitum að við eigum það inni. Það voru hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart. Við bjuggumst ekki við að þeir færu úrskeiðis,“ sagði Björn, en hvað var það sem betur mátti fara í gær. „Fyrsta umferðin okkar á dýnu. Hún hefur verið mjög stöðug, en við misstum í raun það sem kallast liðsumferð. Tvær stelpur fengu æfinguna ekki gilda, en við vonumst til að það verði í lagi á morgun. Það skiptir gríðarlega miklu máli upp á einkunnina. „Við áttum góðan fund í gær og ræddum hvað við hefðum getað gert betur. Hópurinn er gríðarlega vel stemmdur og ákveðinn í að klára dæmið á morgun.“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Valgerður Sigurfinnsdóttir, Gerplu, meiddist í lokastökkinu, en liðið þarf að fylla skarð hennar á morgun. „Líklegast er hún ekki alvarlega slösuð. Það kemur betur í ljós síðar í dag þegar hún fer í myndatöku og frekari skoðun. Hún tognaði aðeins á liðböndunum í hnénu, en við fáum Glódísi (Guðgeirsdóttur) inn í staðinn. Við hvíldum hana í gær, en hún er gríðarlega öflug og ætlar að fylla skarð Völu að einhverju leyti,“ sagði Björn, en þjálfararnir voru að æfa stökk með Glódísi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli. Björn gerir ráð fyrir því að Svíar verði helsti andstæðingur Íslands á morgun. „Við sáum sænska liðið í gær og það var gríðarlega flott. Það verður ekkert tekið af þeim að þeir áttu dýnuna og trampólínið í gær, en við áttum dansgólfið og ætlum að eiga það á morgun,“ sagði Björn að lokum. Fimleikar Tengdar fréttir Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00 Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12 Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sjá meira
Björn Björnsson, einn af þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins í fimleikum, segir mikinn spenning fyrir morgundeginum þegar úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum sem fer fram hér á landi. „Nú er bara stóri dagurinn þar sem við þurfum að framkvæma það sem við erum búin að undirbúa sem lið síðustu fjóra mánuði, og þessar stelpur miklu lengur sem einstaklingar. Við erum mjög spennt og hlakkar mikið til morgundagsins,“ sagði Björn í samtali við Vísi í dag. Ísland, sem á titil að verja í kvennaflokki, hafnaði í öðru sæti í forkeppninni í gær, en íslenska liðið fékk 56,450 stig í heildina. Sænska liðið varð hlutskarpast, en það fékk 56,733. Björn er nokkuð sáttur með hvernig til tókst í gær. „Já, þetta var fínt. Við hefðum sannarlega getað gert betur á nokkrum stöðum, en við vitum að við eigum það inni. Það voru hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart. Við bjuggumst ekki við að þeir færu úrskeiðis,“ sagði Björn, en hvað var það sem betur mátti fara í gær. „Fyrsta umferðin okkar á dýnu. Hún hefur verið mjög stöðug, en við misstum í raun það sem kallast liðsumferð. Tvær stelpur fengu æfinguna ekki gilda, en við vonumst til að það verði í lagi á morgun. Það skiptir gríðarlega miklu máli upp á einkunnina. „Við áttum góðan fund í gær og ræddum hvað við hefðum getað gert betur. Hópurinn er gríðarlega vel stemmdur og ákveðinn í að klára dæmið á morgun.“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Valgerður Sigurfinnsdóttir, Gerplu, meiddist í lokastökkinu, en liðið þarf að fylla skarð hennar á morgun. „Líklegast er hún ekki alvarlega slösuð. Það kemur betur í ljós síðar í dag þegar hún fer í myndatöku og frekari skoðun. Hún tognaði aðeins á liðböndunum í hnénu, en við fáum Glódísi (Guðgeirsdóttur) inn í staðinn. Við hvíldum hana í gær, en hún er gríðarlega öflug og ætlar að fylla skarð Völu að einhverju leyti,“ sagði Björn, en þjálfararnir voru að æfa stökk með Glódísi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli. Björn gerir ráð fyrir því að Svíar verði helsti andstæðingur Íslands á morgun. „Við sáum sænska liðið í gær og það var gríðarlega flott. Það verður ekkert tekið af þeim að þeir áttu dýnuna og trampólínið í gær, en við áttum dansgólfið og ætlum að eiga það á morgun,“ sagði Björn að lokum.
Fimleikar Tengdar fréttir Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00 Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12 Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sjá meira
Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00
Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12
Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30