Oddvitar í Reykjavík í tilhugalífinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2014 07:00 Dagur B. Eggertsson og S. Björn Blöndal gáfu það út alla kosningabaráttuna að vilji væri fyrir samstarfi. Vísir/vilhelm Viðræður Samfylkingar, Betri framtíðar, Vinstri grænna og Pírata hófust í gær en þó með ósköp afslöppuðum hætti. Oddvitarnir áttu þriggja tíma fund í heimahúsi þar sem grundvöllur til meirihlutamyndunar í borgarstjórn var kannaður. Allir eru sammála um að fundurinn hafi gengið mjög vel en enginn vildi tjá sig um hvað fór fram á honum. „Hópurinn ætlar að gefa sér góðan tíma í frekari viðræður og ég geri ekki ráð fyrir að það verði mikið að frétta fyrr en einhvern tímann í næstu viku,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar. S. Björn Blöndal segir að fundurinn hafi verið notaður til að gefa tilfinningum rými því þannig losni fólk við krump. „Okkur finnst mikilvægt að mynda traust og þess vegna má ekki flýta sér of mikið,“ segir Björn og líkir fyrstu stigum viðræðnanna við tilhugalíf elskenda. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, lýsir stemningunni sem rólegri og segir að aðeins grófar línur hafi verið lagðar sem Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur undir. „Við höfum fulla trú á þessu og ég er viss um að næsta kjörtímabil verður gott í Reykjavík,“ segir Sóley. Oddvitarnir gera ráð fyrir að hittast alla þessa viku og halda áfram viðræðum. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Viðræður Samfylkingar, Betri framtíðar, Vinstri grænna og Pírata hófust í gær en þó með ósköp afslöppuðum hætti. Oddvitarnir áttu þriggja tíma fund í heimahúsi þar sem grundvöllur til meirihlutamyndunar í borgarstjórn var kannaður. Allir eru sammála um að fundurinn hafi gengið mjög vel en enginn vildi tjá sig um hvað fór fram á honum. „Hópurinn ætlar að gefa sér góðan tíma í frekari viðræður og ég geri ekki ráð fyrir að það verði mikið að frétta fyrr en einhvern tímann í næstu viku,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar. S. Björn Blöndal segir að fundurinn hafi verið notaður til að gefa tilfinningum rými því þannig losni fólk við krump. „Okkur finnst mikilvægt að mynda traust og þess vegna má ekki flýta sér of mikið,“ segir Björn og líkir fyrstu stigum viðræðnanna við tilhugalíf elskenda. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, lýsir stemningunni sem rólegri og segir að aðeins grófar línur hafi verið lagðar sem Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur undir. „Við höfum fulla trú á þessu og ég er viss um að næsta kjörtímabil verður gott í Reykjavík,“ segir Sóley. Oddvitarnir gera ráð fyrir að hittast alla þessa viku og halda áfram viðræðum.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira