Quarashi-liðar sáttir: „Móttökurnar frá áhorfendum voru ólýsanlegar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 17:40 Stemingin á tónleikunum var mögnuð. Mynd/Andrea Rán Jóhannsdóttir Rapparinn Egill Ólafur Thorarensen, einnig þekktur sem Tiny, segir meðlimi Quarashi vera ótrúlega sátta eftir vel heppnaða tónleika í Herjólfsdal á laugardagskvöld. „Þetta voru einhverjir æstustu áhorfendur sem ég hef séð," segir Egill. Sveitin hefur nú sent einum aðdáanda sem nefbrotnaði í látunum áritaðan DVD-disk. „Okkur finnst auðvitað leiðinlegt að hún hafi slasast," bætir Egill við.Ólýsanlegar viðtökur Egill segir að tónleikar sveitarinnar á laugardagskvöldið hafi verið algjörlega ótrúlegir. „Fólk þekkti öll lögin og tók vel undir. Það var ótrúlegt stuð á fólki. Reyndar svo mikið stuð að við þurftum að gera hlé eftir þriðja lagið okkar og reyna að róa fólk niður. Ég sá að gæslan þurfti að skerast í leikinn ansi oft og kannski gott að taka það fram að þeir sem voru í gæslunni stóðu sig ótrúlega vel," segir Egill. Strákunum í Quarashi er umhugað um aðdáendur sína og þegar þeir lásu frétt Vísis í morgun um að Svava Dís Guðmundsdóttir hafi nefbrotnað á tónleikum sveitarinnar ákváðu þeir að senda henni áritaðan DVD-disk með upptöku af tónleikum frá Bestu útihátíðinni í fyrra. Svava ferðaðist til Eyja gagngert til þess að sjá Quarashi spila en nefbrotnaði í látunum og heyrði aðeins þrjú lög með sveitinni. „Við vonum að þetta verði einhver smá sárabót fyrir hana. Okkur finnst ekki gaman þegar fólk meiðist á tónleikunum okkar." Blaðamaður Vísis heyrði í Svövu sem var sátt með gjöf sveitarinnar.Síðustu tónleikarnir Egill segir að þetta hafi verið síðustu tónleikar sveitarinnar. „Já, þetta í síðasta skiptið sem við komum fram. Við sögðum þetta auðvitað líka síðast og maður getur aldrei sagt með vissu hvað gerist í framhaldinu. En ég er nokkupð viss um að það hafi verið samdóma álit okkar að þetta sé í síðasta skiptið sem við komum fram." Egill segir meðlimi sveitarinnar þakkláta fyrir móttökurnar í Eyjum. „Þetta var frábær upplifun. Fólkið þekkti öll lögin, allir voru í stuði. Móttökurnar voru rosalegar. Inn á milli tveggja laga bað ég fólk að láta í sér heyra og móttökurnar frá áhorfendum voru ólýsanlegar. Ég fékk í eyrun, lætin voru svo rosaleg."Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum. Tónlist Tengdar fréttir Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði „Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög. 5. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Rapparinn Egill Ólafur Thorarensen, einnig þekktur sem Tiny, segir meðlimi Quarashi vera ótrúlega sátta eftir vel heppnaða tónleika í Herjólfsdal á laugardagskvöld. „Þetta voru einhverjir æstustu áhorfendur sem ég hef séð," segir Egill. Sveitin hefur nú sent einum aðdáanda sem nefbrotnaði í látunum áritaðan DVD-disk. „Okkur finnst auðvitað leiðinlegt að hún hafi slasast," bætir Egill við.Ólýsanlegar viðtökur Egill segir að tónleikar sveitarinnar á laugardagskvöldið hafi verið algjörlega ótrúlegir. „Fólk þekkti öll lögin og tók vel undir. Það var ótrúlegt stuð á fólki. Reyndar svo mikið stuð að við þurftum að gera hlé eftir þriðja lagið okkar og reyna að róa fólk niður. Ég sá að gæslan þurfti að skerast í leikinn ansi oft og kannski gott að taka það fram að þeir sem voru í gæslunni stóðu sig ótrúlega vel," segir Egill. Strákunum í Quarashi er umhugað um aðdáendur sína og þegar þeir lásu frétt Vísis í morgun um að Svava Dís Guðmundsdóttir hafi nefbrotnað á tónleikum sveitarinnar ákváðu þeir að senda henni áritaðan DVD-disk með upptöku af tónleikum frá Bestu útihátíðinni í fyrra. Svava ferðaðist til Eyja gagngert til þess að sjá Quarashi spila en nefbrotnaði í látunum og heyrði aðeins þrjú lög með sveitinni. „Við vonum að þetta verði einhver smá sárabót fyrir hana. Okkur finnst ekki gaman þegar fólk meiðist á tónleikunum okkar." Blaðamaður Vísis heyrði í Svövu sem var sátt með gjöf sveitarinnar.Síðustu tónleikarnir Egill segir að þetta hafi verið síðustu tónleikar sveitarinnar. „Já, þetta í síðasta skiptið sem við komum fram. Við sögðum þetta auðvitað líka síðast og maður getur aldrei sagt með vissu hvað gerist í framhaldinu. En ég er nokkupð viss um að það hafi verið samdóma álit okkar að þetta sé í síðasta skiptið sem við komum fram." Egill segir meðlimi sveitarinnar þakkláta fyrir móttökurnar í Eyjum. „Þetta var frábær upplifun. Fólkið þekkti öll lögin, allir voru í stuði. Móttökurnar voru rosalegar. Inn á milli tveggja laga bað ég fólk að láta í sér heyra og móttökurnar frá áhorfendum voru ólýsanlegar. Ég fékk í eyrun, lætin voru svo rosaleg."Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum.
Tónlist Tengdar fréttir Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði „Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög. 5. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði „Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög. 5. ágúst 2014 11:45