Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2014 16:09 Frá Seyðisfirði. VÍSIR/EINAR BRAGI/ANTON „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaður á Seyðisfirði sætir rannsókn en hann liggur undir grun að hafa stungið sektargreiðslum frá erlendum ferðamönnum vegna hraðaaksturs í eigin vasa.Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag eru lögreglumenn úti á landi iðullega einir í bílum sínum. Því er oft enginn til vitnis um það sem fram fer en hljóð- og myndupptökubúnaður í bílunum á að hjálpa til við það. Rannsókn lögreglu miðar meðal annars að því að skoða upptökurnar nokkra mánuði aftur í tímann. Aðspurður hvaða háttarlag sé haft þegar lögreglumenn sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur segir Guðbrandur að lögreglumaður skrifi vettvangsskýrslu. Hún sé svo lesin yfir af viðkomandi ökumanni til staðfestingar um að hann sé samþykkur því sem haft er eftir honum. Því næst hefur viðkomandi val um hvort hann fái sektarboð sent eða greiði á staðnum, með kreditkorti. Ástæðan fyrir því sé aðallega ein. „Markhópurinn er útlendingar til að missa þá ekki úr landi áður en þeir greiða sekt sína,“ segir Guðbrandur. Hins vegar stendur aðeins til boða að greiða með kreditkortum, ekki reiðufé. „Það er ekki tekið við sektargreiðslum í beinhörðum peningum hjá LRH,“ segir Guðbrandur og telur víst að svo sé á landsvísu.Mynd/Lögreglan.isAlgjör undantekning að greitt sé með reiðufé Hermann Ívarsson, varðstjóri á Blönduósi, segir í samtali við Vísi að farið sé eftir sömu meginreglu á Blönduósi. Hann segir til í dæminu að sektir séu greiddar í reiðufé til að koma í veg fyrir að viðkomandi sleppi við að greiða sekt en það sé algjör undantekning. „Fasta reglan er sú að tekið er við kortum eða þá reikningurinn sendur á heimili eða einkabanka,“ segir Hermann. Guðbrandur segir aðstæður vissulega aðrar úti á landi en í borginni. Bíltúr á Kjalarnesi á lögreglustöðina taki kannski 25 mínútur. Í undantekningartilfellum séu umferðarlagabrjótar færðir á lögreglustöð á skrifstofutíma þar sem þeir geta greitt sekt sína í reiðufé. Lögreglumaður úti á landi getur hins vegar verið í 300 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð sinni eins og þekkist á Vestfjörðum. Um tvo ólíka þætti að ræða. Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglum, fylla út skýrsluna og senda greiðsluseðil á viðkomandi. Svo sjái sektarmiðstöðin um að innheimta sektir. Sé viðkomandi farinn af landi brott verði svo að vera. Ekki sé lögð vinna í að hafa uppi á ökumönnunum erlendis. Þar spili inn í að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Auk þess verði að velta fyrir sér hve miklum fjármunum eigi að verja í að innheimta sekt upp á nokkra þúsundkalla. Hins vegar sé brotið þeim mun alvarlegra og sektin há þurfi að loka þeim málum og færa þá ferðamenn á lögreglustöð til að ganga frá málum. Sekt við hraðaakstri geti numið 100-150 þúsund krónum. Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
„Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaður á Seyðisfirði sætir rannsókn en hann liggur undir grun að hafa stungið sektargreiðslum frá erlendum ferðamönnum vegna hraðaaksturs í eigin vasa.Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag eru lögreglumenn úti á landi iðullega einir í bílum sínum. Því er oft enginn til vitnis um það sem fram fer en hljóð- og myndupptökubúnaður í bílunum á að hjálpa til við það. Rannsókn lögreglu miðar meðal annars að því að skoða upptökurnar nokkra mánuði aftur í tímann. Aðspurður hvaða háttarlag sé haft þegar lögreglumenn sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur segir Guðbrandur að lögreglumaður skrifi vettvangsskýrslu. Hún sé svo lesin yfir af viðkomandi ökumanni til staðfestingar um að hann sé samþykkur því sem haft er eftir honum. Því næst hefur viðkomandi val um hvort hann fái sektarboð sent eða greiði á staðnum, með kreditkorti. Ástæðan fyrir því sé aðallega ein. „Markhópurinn er útlendingar til að missa þá ekki úr landi áður en þeir greiða sekt sína,“ segir Guðbrandur. Hins vegar stendur aðeins til boða að greiða með kreditkortum, ekki reiðufé. „Það er ekki tekið við sektargreiðslum í beinhörðum peningum hjá LRH,“ segir Guðbrandur og telur víst að svo sé á landsvísu.Mynd/Lögreglan.isAlgjör undantekning að greitt sé með reiðufé Hermann Ívarsson, varðstjóri á Blönduósi, segir í samtali við Vísi að farið sé eftir sömu meginreglu á Blönduósi. Hann segir til í dæminu að sektir séu greiddar í reiðufé til að koma í veg fyrir að viðkomandi sleppi við að greiða sekt en það sé algjör undantekning. „Fasta reglan er sú að tekið er við kortum eða þá reikningurinn sendur á heimili eða einkabanka,“ segir Hermann. Guðbrandur segir aðstæður vissulega aðrar úti á landi en í borginni. Bíltúr á Kjalarnesi á lögreglustöðina taki kannski 25 mínútur. Í undantekningartilfellum séu umferðarlagabrjótar færðir á lögreglustöð á skrifstofutíma þar sem þeir geta greitt sekt sína í reiðufé. Lögreglumaður úti á landi getur hins vegar verið í 300 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð sinni eins og þekkist á Vestfjörðum. Um tvo ólíka þætti að ræða. Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglum, fylla út skýrsluna og senda greiðsluseðil á viðkomandi. Svo sjái sektarmiðstöðin um að innheimta sektir. Sé viðkomandi farinn af landi brott verði svo að vera. Ekki sé lögð vinna í að hafa uppi á ökumönnunum erlendis. Þar spili inn í að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Auk þess verði að velta fyrir sér hve miklum fjármunum eigi að verja í að innheimta sekt upp á nokkra þúsundkalla. Hins vegar sé brotið þeim mun alvarlegra og sektin há þurfi að loka þeim málum og færa þá ferðamenn á lögreglustöð til að ganga frá málum. Sekt við hraðaakstri geti numið 100-150 þúsund krónum.
Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02
Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels