Björn bjó við ofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2014 23:36 Björn Steinbekk bjó við ofbeldi sem barn. visir/stefán „Ég fæ kvíðahnút í magann þegar ég heyri fólk rífast. Sérstaklega karlmannsöskur, hurðaskellir, lamið í borð, hótanir. Kom fyrir síðast um helgina. Fékk mig til að kafa og kryfja. Hnúturinn myndast því ógnin er raunveruleg fyrir mér.“ Svona hefur Björn Steinbekk, tónleikahaldari, pistil sem hann skrifar og birtir á Facebook. Hann lýsir þar ofbeldi sem hann bjó við sem barn. Hann hafi aldrei talað opinberlega um málið þótt góðir vinir hans þekki til málsins. Björn segist vilja tjá sig um reynslu sína núna eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga á sviðinu. Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni:Ég fæ kvíðahnút í magann þegar ég heyri fólk rífast. Sérstaklega karlmannsöskur, hurðaskellir, lamið í borð, hótanir. Kom fyrir síðast um helgina. Fékk mig til að kafa og kryfja. Hnúturinn myndast því ógnin er raunveruleg fyrir mér. Ég var þarna sjálfur fyrir 29 árum og stundum enn að stjórna líðan minni. Ég bjó við ofbeldi. Hef aldrei talað um það opinberlega en góðir vinir vita. Núna geri ég það, því það hjálpar mér segja sérfræðingarnir.Ég var vakinn reglulega seint um kvöld, stundum daglega. Það var slegið í sófann sem ég svaf í og mér tjáð að ég myndi deyja í nótt. Ég var þrettán ára. Gat ekki boðið skólafélögum heim, hélt ekki upp á afmæli, myndaði ekki tengsl. Stundum flúði ég niður í geymslu í blokkinni. Beið eftir að hann væri sofnaður, systir mín kæmi heim, mamma kláraði kvöldvakt. Eitthvað sem myndi raska völdum hans, minnka ógnina, taka athyglinni af mér.Tvisvar var reynt að kyrkja mig inn í eldhúsi. Gamli búrhnífurinn að austan var með veðrað viðarskaft. Hann fór ósjaldan á loft, otað að mér, blaðið við hálsinn. Hann talaði aldrei við mig nema þegar hann réðst á mig eða hótaði mér. Ekki eitt orð í mörg ár í 80 fermetra íbúð sem hann yfirgaf kannski einu sinni, tvisvar á ári. 4C var bjöllu númerið. Þegar pabbi hans dó þurfti ég að hjálpa honum, styðja hann að og frá gröfinni. Ég vorkenndi honum, sagði honum það. Hann grét, sagði ekkert.Þetta var ekki mér að kenna. Þetta var ekki systur minni að kenna og þetta var ekki móður minni að kenna. Þetta var bara honum að kenna. Hann var veikur og ég faldi þetta. Tók þátt án þess að að skilja. Vildi ekki raska því sem þó var í lagi. Vildi ekki láta velja á milli. Það breytir samt ekki því að þetta mótaði mig. Þetta hamlaði mér þá og síðar. Mér líður ekki vel í margmenni. Mér finnst erfitt að mynda tengsl við fólk. Ég vil vera til hlés en á sama tíma vil ég athygli.Að vera virkur alkóhólisti lagaði ekki stöðuna. Ég er samt ekki alkóhólisti út af þessu. Þetta einfaldlega flýtti ferlinu. Ég fann frelsið í áfengi, síðar í vímuefnum. 15 ára að vinna á skemmtistöðum varð mín leið út líka. Þarna byrjaði lygin líka að stjórna. Ég hafði lifað í feluleik og blekkingum. Þá gerði ég það til að vernda aðra. Ég var að fullnema lygafræðin. Eftir þá útskrift varð það einfaldara að ljúga þegar eitthvað bjátaði á. Það leiddi auðvitað ekki til neins nema valda öðrum vonbrigðum, svik og óheiðarleiki.Síðustu rúmlega 14 ár hef ég reynt að bæta mig, laga, þróa og læra. Það gengur misjafnlega en batinn er áþreifanlegur. Ef mér finnst mér ógnað þá gef ég í, spyr ekki heldur skýt. Nú er komið að næsta skrefi í batanum. Brestirnir eru enn til staðar en að þekkja þá auðveldar nútíðina og þar af leiðandi framtíðina. Ég þarf að læra að hlusta, taka tillit. Það eru þrjár hliðar á öllum málum, þín, mín og sannleikurinn.Að skrifa þetta gefur mér frelsi. Ég vil losna við þetta, halda áfram. Ég veit að ég er gallaður. Ef þú veist þetta þá verður ferð okkar í gegnum lífið kannski betri. Þú kannski segir mér þegar ég fer af sporinu, þegar vörnin og lygin gera vart við sig. Ég skammast mín ekki. Ég er ekki fórnalamb. Ég ásaka engan lengur. Ég vil einfaldlega þroskast og verða betri maður fyrir konuna mína og börnin mín þrjú og vonandi hafa góð áhrif á samferðamenn og konur. Engin maður er eyland… Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
„Ég fæ kvíðahnút í magann þegar ég heyri fólk rífast. Sérstaklega karlmannsöskur, hurðaskellir, lamið í borð, hótanir. Kom fyrir síðast um helgina. Fékk mig til að kafa og kryfja. Hnúturinn myndast því ógnin er raunveruleg fyrir mér.“ Svona hefur Björn Steinbekk, tónleikahaldari, pistil sem hann skrifar og birtir á Facebook. Hann lýsir þar ofbeldi sem hann bjó við sem barn. Hann hafi aldrei talað opinberlega um málið þótt góðir vinir hans þekki til málsins. Björn segist vilja tjá sig um reynslu sína núna eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga á sviðinu. Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni:Ég fæ kvíðahnút í magann þegar ég heyri fólk rífast. Sérstaklega karlmannsöskur, hurðaskellir, lamið í borð, hótanir. Kom fyrir síðast um helgina. Fékk mig til að kafa og kryfja. Hnúturinn myndast því ógnin er raunveruleg fyrir mér. Ég var þarna sjálfur fyrir 29 árum og stundum enn að stjórna líðan minni. Ég bjó við ofbeldi. Hef aldrei talað um það opinberlega en góðir vinir vita. Núna geri ég það, því það hjálpar mér segja sérfræðingarnir.Ég var vakinn reglulega seint um kvöld, stundum daglega. Það var slegið í sófann sem ég svaf í og mér tjáð að ég myndi deyja í nótt. Ég var þrettán ára. Gat ekki boðið skólafélögum heim, hélt ekki upp á afmæli, myndaði ekki tengsl. Stundum flúði ég niður í geymslu í blokkinni. Beið eftir að hann væri sofnaður, systir mín kæmi heim, mamma kláraði kvöldvakt. Eitthvað sem myndi raska völdum hans, minnka ógnina, taka athyglinni af mér.Tvisvar var reynt að kyrkja mig inn í eldhúsi. Gamli búrhnífurinn að austan var með veðrað viðarskaft. Hann fór ósjaldan á loft, otað að mér, blaðið við hálsinn. Hann talaði aldrei við mig nema þegar hann réðst á mig eða hótaði mér. Ekki eitt orð í mörg ár í 80 fermetra íbúð sem hann yfirgaf kannski einu sinni, tvisvar á ári. 4C var bjöllu númerið. Þegar pabbi hans dó þurfti ég að hjálpa honum, styðja hann að og frá gröfinni. Ég vorkenndi honum, sagði honum það. Hann grét, sagði ekkert.Þetta var ekki mér að kenna. Þetta var ekki systur minni að kenna og þetta var ekki móður minni að kenna. Þetta var bara honum að kenna. Hann var veikur og ég faldi þetta. Tók þátt án þess að að skilja. Vildi ekki raska því sem þó var í lagi. Vildi ekki láta velja á milli. Það breytir samt ekki því að þetta mótaði mig. Þetta hamlaði mér þá og síðar. Mér líður ekki vel í margmenni. Mér finnst erfitt að mynda tengsl við fólk. Ég vil vera til hlés en á sama tíma vil ég athygli.Að vera virkur alkóhólisti lagaði ekki stöðuna. Ég er samt ekki alkóhólisti út af þessu. Þetta einfaldlega flýtti ferlinu. Ég fann frelsið í áfengi, síðar í vímuefnum. 15 ára að vinna á skemmtistöðum varð mín leið út líka. Þarna byrjaði lygin líka að stjórna. Ég hafði lifað í feluleik og blekkingum. Þá gerði ég það til að vernda aðra. Ég var að fullnema lygafræðin. Eftir þá útskrift varð það einfaldara að ljúga þegar eitthvað bjátaði á. Það leiddi auðvitað ekki til neins nema valda öðrum vonbrigðum, svik og óheiðarleiki.Síðustu rúmlega 14 ár hef ég reynt að bæta mig, laga, þróa og læra. Það gengur misjafnlega en batinn er áþreifanlegur. Ef mér finnst mér ógnað þá gef ég í, spyr ekki heldur skýt. Nú er komið að næsta skrefi í batanum. Brestirnir eru enn til staðar en að þekkja þá auðveldar nútíðina og þar af leiðandi framtíðina. Ég þarf að læra að hlusta, taka tillit. Það eru þrjár hliðar á öllum málum, þín, mín og sannleikurinn.Að skrifa þetta gefur mér frelsi. Ég vil losna við þetta, halda áfram. Ég veit að ég er gallaður. Ef þú veist þetta þá verður ferð okkar í gegnum lífið kannski betri. Þú kannski segir mér þegar ég fer af sporinu, þegar vörnin og lygin gera vart við sig. Ég skammast mín ekki. Ég er ekki fórnalamb. Ég ásaka engan lengur. Ég vil einfaldlega þroskast og verða betri maður fyrir konuna mína og börnin mín þrjú og vonandi hafa góð áhrif á samferðamenn og konur. Engin maður er eyland…
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira