Reykvíkingar skila þriðjungi minna af sorpi en fyrir áratug Þorgils Jónsson skrifar 30. janúar 2014 07:00 Ákveðin kaflaskipti urðu í sorphirðu í Reykjavík í fyrra þar sem bláum sorptunnum, sem ætlaðar eru undir pappír, fjölgaði verulega. Á sama tíma fækkaði hinum hefðbundnu gráu tunnum nokkuð, en heildarmagn heimilissorps hefur dregist saman um þriðjung á áratug samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg.Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, segir í samtali við Fréttablaðið að Reykvíkingar hafi, eins og sést á tölfræðinni, tekið aukinni sorpflokkun fagnandi. Heildarmagn heimilissorps í fyrra var rúm 19.000 tonn, samanborið við rúm 30.000 tonn fyrir áratug, og á þeim fjórum árum sem Bláa tunnan hefur verið í boði hefur magnið rúmlega fjórfaldast. 11.200 Bláar tunnur voru í umferð í fyrra, en þó íbúum sé gert að skila pappír í endurvinnslu er þeim frjálst að semja við einkaaðila um flokkunartunnur eða fara sjálf með pappírinn á endurvinnslu eða grenndarstöðvar. „Það er mikill hugur í íbúum Reykjavíkur að flokka sorp,“ segir Eygerður og bætir því við að fjölmargar fyrirspurnir berist frá íbúum sem eru tilbúnir að flokka enn frekar. „Auðvitað er alltaf einhver hópur sem er síður tilbúinn, en á heildina litið höfum við fundið mikinn meðbyr með notkun bláu tunnunnar og frekari flokkun.“ Eygerður segir að lesa megi ákveðinn vilja og metnað í því efni sem skilað er í tunnur og á grenndarstöðvar. Þar fari afar lítið af öðrum úrgangi með. Auk þess er sjaldgæft að þurft hafi að skilja eftir gráar tunnur með áberandi miklu af pappír í trássi við reglur. „Þannig að fólk er greinilega að vanda sig mikið, og þrátt fyrir að fjölgað hafi mikið í hópi þeirra sem flokka, hafa gæðin ekki minnkað. Það er jákvæð þróun.“ Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Ákveðin kaflaskipti urðu í sorphirðu í Reykjavík í fyrra þar sem bláum sorptunnum, sem ætlaðar eru undir pappír, fjölgaði verulega. Á sama tíma fækkaði hinum hefðbundnu gráu tunnum nokkuð, en heildarmagn heimilissorps hefur dregist saman um þriðjung á áratug samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg.Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, segir í samtali við Fréttablaðið að Reykvíkingar hafi, eins og sést á tölfræðinni, tekið aukinni sorpflokkun fagnandi. Heildarmagn heimilissorps í fyrra var rúm 19.000 tonn, samanborið við rúm 30.000 tonn fyrir áratug, og á þeim fjórum árum sem Bláa tunnan hefur verið í boði hefur magnið rúmlega fjórfaldast. 11.200 Bláar tunnur voru í umferð í fyrra, en þó íbúum sé gert að skila pappír í endurvinnslu er þeim frjálst að semja við einkaaðila um flokkunartunnur eða fara sjálf með pappírinn á endurvinnslu eða grenndarstöðvar. „Það er mikill hugur í íbúum Reykjavíkur að flokka sorp,“ segir Eygerður og bætir því við að fjölmargar fyrirspurnir berist frá íbúum sem eru tilbúnir að flokka enn frekar. „Auðvitað er alltaf einhver hópur sem er síður tilbúinn, en á heildina litið höfum við fundið mikinn meðbyr með notkun bláu tunnunnar og frekari flokkun.“ Eygerður segir að lesa megi ákveðinn vilja og metnað í því efni sem skilað er í tunnur og á grenndarstöðvar. Þar fari afar lítið af öðrum úrgangi með. Auk þess er sjaldgæft að þurft hafi að skilja eftir gráar tunnur með áberandi miklu af pappír í trássi við reglur. „Þannig að fólk er greinilega að vanda sig mikið, og þrátt fyrir að fjölgað hafi mikið í hópi þeirra sem flokka, hafa gæðin ekki minnkað. Það er jákvæð þróun.“
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira