Ríkislögreglustjóri hefur auglýst 24 stöður til umsóknar við embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða þrjár stöður rannsóknarlögreglumanna og 21 stöðu lögreglumanna á vöktum.
Í auglýsingunum kemur fram að sett verði í stöðurnar frá 16. mars til reynslu í sex mánuði með skipun í huga að reynslutíma liðnum.
„Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um,“ segir í tilkynningunni.
Nánari upplýsingar má finna á Lögregluvefnum.
Auglýst eftir 24 lögreglumönnum
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
