Lögreglan á Selfossi tók í gærkvöldi átta ökutæki úr umferð vegna þess að eigendur þeirra höfðu vanrækt vátryggingaskyldu. Bifreiðarnar höfðu því verið ótryggðar í umferð.
Það er mjög alvarlegt mál, segir í tilkynningu frá lögreglu, og sérstaklega í þeim tilvikum sem ökumenn þeirra valda tjóni sem einmitt hefur átt sér stað nokkrum sinnum síðastliðna mánuði.
Sekt við brotinu er 30 þúsund krónur, sem lögregla segir að væri betur varið í að viðhalda ábyrgðartryggingunni.
Átta ótryggð ökutæki tekin úr umferð
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
