Lífið

Blær brúar bilið milli tímarits og vefrits

Baldvin Þormóðsson skrifar
Hópurinn er mjög fjölbreyttur.
Hópurinn er mjög fjölbreyttur. vísir/hugi hlynsson
Grunnhugmyndin er að brúa bilið á milli tímarits og vefrits, segir Birna Ketilsdóttir Schram, ritstjóri nýja veftímaritsins Blæs. Hópurinn á bak við veftímaritið samanstendur af sex ólíkum einstaklingum sem voru sammála um að það vantaði ferskan blæ í fjölmiðlaflóru landsins.

Sjálf starfar Birna sem ritstjóri, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir sem aðstoðarritstjóri, Júlía Runólfsdóttir sem vefhönnuður, Hugi Hlynsson sem forritari og Ragnhildur Ásta og Björk Brynjarsdóttir starfa sem blaðamenn.

Við erum með fullt af hugmyndum um hvernig við ætlum að þróa þetta en upplifun lesandans er í forgangi hjá okkur, segir Birna. Við viljum hafa þetta lifandi og vinnum mikið með GIF, myndbrot og mismunandi margmiðlunartækni. Í okkar kynslóð notast flestir við snjalltæki og síðan er mjög hentug fyrir það, segir Birna.

Hún uppfærist annan hvern miðvikudag til þess að halda þessum tímaritafíling, þú færð alltaf mismunandi útgáfu, segir Birna en veftímaritið er hægt að nálgast á heimasíðunni blær.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.