Þrjátíu prósentum af matvörum verslana hent í ruslið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 10:12 Dæmi um mat og vörur sem er hent í gáma fyrir utan íslenskar verslanir. Mynd/aðsend Í dag fer fram málþing um matarleifar í Norræna húsinu. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeirri gríðarlegu verðmætasóun sem á sér stað í matvælaframleiðslu, smásölu og hjá neytendum. Enda hafi sóunin ekki eingöngu áhrif á matvælaverð heldur sé hún einnig mikið umhverfisvandamál. „Þrjátíu prósentum af mat sem kemur í verslanir hér á landi er hent. Í Evrópu er hent 90 milljónum tonna af mat á ári,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Þetta er matur sem hægt er að borða, oft er hann ekki kominn yfir síðasta söludag. Stundum er það tilfellið en maturinn er samt alls ekki skemmdur.“ Þuríður segir að mögulega séu stórmarkaðir að rýma fyrir nýjum vörum og því sé eldri vörum hent. „Þetta er mikilvægt málefni út frá umhverfislegum og fjárhagslegum forsendum. Fólk hefur ekki efni á mat en svo er verið að henda honum í tonnatali. Sóunin er gríðarleg. Það er líka fleira í gámunum en matur, til dæmis klósettpappír sem er pínulítið rifinn, hreinsiefni og annað. Öllu er svo hrúgað í sama gáminn og engin flokkun,“ segir Þuríður.Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, segir synd að fólk hafi ekki efni á mat en svo sé honum hent í tonnatali.mynd/aðsendHún segir forgangsmál hjá Norrænu ráðherranefndinni að taka á þessum vanda, meðal annars með því að samræma aðgerðir og koma upp matarbönkum. Slík tilraun hefur gefist vel í Noregi. „Þá geta verslanir farið með vörurnar sínar í matarbankann og bankinn dreifir til fátækra og heimilislausra, eða býr til súpu úr afgöngunum og býður upp á mat.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir Bónus vera með umhverfisstefnu sem unnið er eftir og allt rusl sé flokkað enda sé bæði umhverfis- og fjárhagslegur ávinningur af því. „Við stefnum líka að því að losa okkur við allar vörur fyrir síðasta söludag með því að afsláttarmerkja þær. Því sem við náum ekki að selja er fargað. Ef ég tek ávexti og grænmeti sem dæmi þá selst ekki varan ef hún lítur illa út jafnvel þótt það sé í góðu lagi með hana. Því höfum við brugðið á það ráð að pakka í 50 króna poka og selja hana þannig. Það sem ekki selst af því fer í lífrænan úrgang.“ Guðmundur segist fagna aukinni umræðu og þeirri vakningu sem á sér stað í samfélaginu. „Ég er tilbúinn að hlusta á hugmyndir um hvernig við getum nýtt þessa matarafganga betur og reynt að takmarka sóun eins og hægt er.“Ruslarar sem hirða matinn úr gámunum Björk Hólm Þorsteinsdóttir gerði BA-ritgerð um lífsstíl ruslara, eða þeirra sem safna mat úr gámum og neyta. Hún talaði við átta einstaklinga sem annaðhvort einungis lifðu á að rusla, eins og það er kallað, eða höfðu á einhverjum tímapunkti stundað það mikið. Hún segir að þegar maður sjái yfirfulla ruslagáma af mat sem ekki er ónýtur og heyri svo um matarskort í heiminum þá sjái maður vel birtingarmynd misskiptingar auðsins í heiminum og talar hún í því samhengi um firringuna í ruslagámnum. „Allir viðmælendur stunduðu þetta af vali og gerðu ekki af neyð. Það voru pólitísk sjónarmið sem létu þau fara þessa leið og þau vildu takmarka sína þátttöku í neyslusamfélaginu. En þetta er mjög víður og breiður hópur sem stundar þetta á Íslandi og gerir þetta af mismunandi ástæðum,“ segir Björk. Viðmælendur Bjarkar stunduðu það að rusla helst á nóttinni en það að fara í ruslagám annarra er lögbrot og því best að búðin sé lokuð. „Flestar búðir eru með lása eða eftirlitsmyndavélar sem vakta gámana. Búðin á ruslið þótt hún sé komin í gáminn. Á síðustu þremur árum hefur öryggisgæslan aukist og virðist vera sem passað sé að fólk komist ekki í ruslið. Maður spyr sig af hverju búðir leggja sig í líma við að hindra fólk að sjá hverju verið er að henda.“ Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Í dag fer fram málþing um matarleifar í Norræna húsinu. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeirri gríðarlegu verðmætasóun sem á sér stað í matvælaframleiðslu, smásölu og hjá neytendum. Enda hafi sóunin ekki eingöngu áhrif á matvælaverð heldur sé hún einnig mikið umhverfisvandamál. „Þrjátíu prósentum af mat sem kemur í verslanir hér á landi er hent. Í Evrópu er hent 90 milljónum tonna af mat á ári,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Þetta er matur sem hægt er að borða, oft er hann ekki kominn yfir síðasta söludag. Stundum er það tilfellið en maturinn er samt alls ekki skemmdur.“ Þuríður segir að mögulega séu stórmarkaðir að rýma fyrir nýjum vörum og því sé eldri vörum hent. „Þetta er mikilvægt málefni út frá umhverfislegum og fjárhagslegum forsendum. Fólk hefur ekki efni á mat en svo er verið að henda honum í tonnatali. Sóunin er gríðarleg. Það er líka fleira í gámunum en matur, til dæmis klósettpappír sem er pínulítið rifinn, hreinsiefni og annað. Öllu er svo hrúgað í sama gáminn og engin flokkun,“ segir Þuríður.Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, segir synd að fólk hafi ekki efni á mat en svo sé honum hent í tonnatali.mynd/aðsendHún segir forgangsmál hjá Norrænu ráðherranefndinni að taka á þessum vanda, meðal annars með því að samræma aðgerðir og koma upp matarbönkum. Slík tilraun hefur gefist vel í Noregi. „Þá geta verslanir farið með vörurnar sínar í matarbankann og bankinn dreifir til fátækra og heimilislausra, eða býr til súpu úr afgöngunum og býður upp á mat.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir Bónus vera með umhverfisstefnu sem unnið er eftir og allt rusl sé flokkað enda sé bæði umhverfis- og fjárhagslegur ávinningur af því. „Við stefnum líka að því að losa okkur við allar vörur fyrir síðasta söludag með því að afsláttarmerkja þær. Því sem við náum ekki að selja er fargað. Ef ég tek ávexti og grænmeti sem dæmi þá selst ekki varan ef hún lítur illa út jafnvel þótt það sé í góðu lagi með hana. Því höfum við brugðið á það ráð að pakka í 50 króna poka og selja hana þannig. Það sem ekki selst af því fer í lífrænan úrgang.“ Guðmundur segist fagna aukinni umræðu og þeirri vakningu sem á sér stað í samfélaginu. „Ég er tilbúinn að hlusta á hugmyndir um hvernig við getum nýtt þessa matarafganga betur og reynt að takmarka sóun eins og hægt er.“Ruslarar sem hirða matinn úr gámunum Björk Hólm Þorsteinsdóttir gerði BA-ritgerð um lífsstíl ruslara, eða þeirra sem safna mat úr gámum og neyta. Hún talaði við átta einstaklinga sem annaðhvort einungis lifðu á að rusla, eins og það er kallað, eða höfðu á einhverjum tímapunkti stundað það mikið. Hún segir að þegar maður sjái yfirfulla ruslagáma af mat sem ekki er ónýtur og heyri svo um matarskort í heiminum þá sjái maður vel birtingarmynd misskiptingar auðsins í heiminum og talar hún í því samhengi um firringuna í ruslagámnum. „Allir viðmælendur stunduðu þetta af vali og gerðu ekki af neyð. Það voru pólitísk sjónarmið sem létu þau fara þessa leið og þau vildu takmarka sína þátttöku í neyslusamfélaginu. En þetta er mjög víður og breiður hópur sem stundar þetta á Íslandi og gerir þetta af mismunandi ástæðum,“ segir Björk. Viðmælendur Bjarkar stunduðu það að rusla helst á nóttinni en það að fara í ruslagám annarra er lögbrot og því best að búðin sé lokuð. „Flestar búðir eru með lása eða eftirlitsmyndavélar sem vakta gámana. Búðin á ruslið þótt hún sé komin í gáminn. Á síðustu þremur árum hefur öryggisgæslan aukist og virðist vera sem passað sé að fólk komist ekki í ruslið. Maður spyr sig af hverju búðir leggja sig í líma við að hindra fólk að sjá hverju verið er að henda.“
Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira