Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2014 19:12 Fyrrverandi ríkisstjórn hefði getað gengið frá launum seðlabankastjóra í samræmi frumvarp sem lá fyrir um lækkun launa æðstu embættismanna, áður en endanlega var gengið frá ráðningu Más Guðmundssonar í stöðuna. Þegar launin voru síðan lækkuð var bankaráð ófært um að taka á málinu sem endaði fyrir dómstólum. Greint hefur verið frá að Seðlabankinn hafi greitt fyrir málskostnað Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra í málaferlum til að kveða upp úr um lögmæti á lækkun launa hans. En frumvarpið kom fram skömmu eftir að hæfisnefnd hafði úrskurðað Má hæfastan umsækjenda í starfið árið 2009. Þá segist Már hafa haft samband við Láru Júlíusdóttur formann bankaráðs og spurt hvort kjör hans myndu breytast. „Hún kannar þetta í forsætisráðuneytinu hvort þetta er að breytast, vegna þess að ef þetta var að breytast þurfti ég kannski að endurmeta þá afstöðu mína að sækja um. Ég veit ekki hver niðurstaða mín hefði orðið en ég þurfti að gera það. Þá er haft samband við mig og sagt við ætlum að kynna þér ákveðnar tölur, það var ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu sem gerði það – og ef þú ert sáttur við þær kemur þú í ráðningarviðtal, annars ekki,“ segir Már. Og svo er gengið frá ráðningunni. Stjórnvöld hefðu hins vegar á þessum tímapunkti getað sagt honum að kjörn hans myndu taka mið af væntanlegu frumvarpi um lækkun laun æðstu embættismanna, en ekki gert það, heldur þvert á móti reynt að tryggja kjörin með samhliða breytingum á lögum um Seðlabankann. „Og þá hefði það bara verið á mína ábyrgð að ákveða hvort ég ætlaði að una því og sækja um. Það er náttúrlega lang eðlilegast að það liggi fyrir áður en fólk er ráðið í störf og þannig er það yfirleitt,“ segir Már. En þegar launin séu lækkuð eins og með ákvörðun kjararáðs eftir að skipun í embætti til fimm ára hafi átt sér stað , fari málið að snúast um sjálfstæði Seðlabankans. Prinsippið í málinu er er þetta. Í landinu gilda lög um sjálfstæði Seðlabankans. En ef seðlabankastjóri einhverra hluta vegna lendir upp á kant við stjórnvöld við það að sinna starfi sínu samkvæmt lögum um hann og bankann, hversu auðvelt á það þá að vera fyrir framkvæmdavaldið að lækka laun seðlabankastjóra með það fyrir augum að hrekja hann úr starfi. „Og það varðar náttúrlega mjög sjálfstæði seðlabanka hvort það er yfirleitt hægt að breyta launum á skipunartíma. Það er vegna þess – og það eru til mörg dæmi um það samanber Ungverjaland þar sem laun seðlabankastjórans voru lækkuð verulega af því að þeim líkaði ekki peningastefnan og voru að reyna að hrekja hann úr embætti,“ segir Már. Lögfræðiálit sem bankaráð bað um hafi verið á þá leið að ekki mætti lækka laun bankastjórans umfram almenn laun á skipunartíma hans en bankaráð ekki ráðið við að fylgja því eftir. Því hafi það verið bæði bankanum og honum í hag að fara dómstólaleiðina. Þá segir Már að eftir að niðurstaða héraðsdóms lág fyrir í málinu hafi hann ekki viljað halda málinu áfram til Hæstaréttar án atbeina bankans og hafi það verið niðurstaða formanns bankaráðsins að málið færi alla leið. Að öðrum kosti hefði aldrei endanlega verið skorið úr um ágreininginn í málinu. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Fyrrverandi ríkisstjórn hefði getað gengið frá launum seðlabankastjóra í samræmi frumvarp sem lá fyrir um lækkun launa æðstu embættismanna, áður en endanlega var gengið frá ráðningu Más Guðmundssonar í stöðuna. Þegar launin voru síðan lækkuð var bankaráð ófært um að taka á málinu sem endaði fyrir dómstólum. Greint hefur verið frá að Seðlabankinn hafi greitt fyrir málskostnað Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra í málaferlum til að kveða upp úr um lögmæti á lækkun launa hans. En frumvarpið kom fram skömmu eftir að hæfisnefnd hafði úrskurðað Má hæfastan umsækjenda í starfið árið 2009. Þá segist Már hafa haft samband við Láru Júlíusdóttur formann bankaráðs og spurt hvort kjör hans myndu breytast. „Hún kannar þetta í forsætisráðuneytinu hvort þetta er að breytast, vegna þess að ef þetta var að breytast þurfti ég kannski að endurmeta þá afstöðu mína að sækja um. Ég veit ekki hver niðurstaða mín hefði orðið en ég þurfti að gera það. Þá er haft samband við mig og sagt við ætlum að kynna þér ákveðnar tölur, það var ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu sem gerði það – og ef þú ert sáttur við þær kemur þú í ráðningarviðtal, annars ekki,“ segir Már. Og svo er gengið frá ráðningunni. Stjórnvöld hefðu hins vegar á þessum tímapunkti getað sagt honum að kjörn hans myndu taka mið af væntanlegu frumvarpi um lækkun laun æðstu embættismanna, en ekki gert það, heldur þvert á móti reynt að tryggja kjörin með samhliða breytingum á lögum um Seðlabankann. „Og þá hefði það bara verið á mína ábyrgð að ákveða hvort ég ætlaði að una því og sækja um. Það er náttúrlega lang eðlilegast að það liggi fyrir áður en fólk er ráðið í störf og þannig er það yfirleitt,“ segir Már. En þegar launin séu lækkuð eins og með ákvörðun kjararáðs eftir að skipun í embætti til fimm ára hafi átt sér stað , fari málið að snúast um sjálfstæði Seðlabankans. Prinsippið í málinu er er þetta. Í landinu gilda lög um sjálfstæði Seðlabankans. En ef seðlabankastjóri einhverra hluta vegna lendir upp á kant við stjórnvöld við það að sinna starfi sínu samkvæmt lögum um hann og bankann, hversu auðvelt á það þá að vera fyrir framkvæmdavaldið að lækka laun seðlabankastjóra með það fyrir augum að hrekja hann úr starfi. „Og það varðar náttúrlega mjög sjálfstæði seðlabanka hvort það er yfirleitt hægt að breyta launum á skipunartíma. Það er vegna þess – og það eru til mörg dæmi um það samanber Ungverjaland þar sem laun seðlabankastjórans voru lækkuð verulega af því að þeim líkaði ekki peningastefnan og voru að reyna að hrekja hann úr embætti,“ segir Már. Lögfræðiálit sem bankaráð bað um hafi verið á þá leið að ekki mætti lækka laun bankastjórans umfram almenn laun á skipunartíma hans en bankaráð ekki ráðið við að fylgja því eftir. Því hafi það verið bæði bankanum og honum í hag að fara dómstólaleiðina. Þá segir Már að eftir að niðurstaða héraðsdóms lág fyrir í málinu hafi hann ekki viljað halda málinu áfram til Hæstaréttar án atbeina bankans og hafi það verið niðurstaða formanns bankaráðsins að málið færi alla leið. Að öðrum kosti hefði aldrei endanlega verið skorið úr um ágreininginn í málinu.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira