Frumsýnt á Vísi: Þú ert með Sigríði Thorlacius í fókushlutverki Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. júlí 2014 10:51 „Þetta er ávarp til íslenskrar tungu,“ segir Tómas R. Einarsson um lagið Þú ert, en myndbandið við lagið er frumsýnt hér á Vísi. Fyrstu línurnar í kvæðinu eru:Þú ert vömb og söl,þú ert rök og þvöl,þú ert græn og skökkTextinn þykir einstaklega skemmtilegur og er eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Lagið er af nýjustu plötu Tómasar, Mannabörn, en á henni er að finna átján sönglög Tómasar R. í útsetningu Gunnars Gunnarssonar, sungin af Sigríði Thorlacius og Sönghópnum við Tjörnina. Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason leikstýrði myndbandinu. „Þetta er svart hvítt vídjó og Sigríður er þarna í fókushlutverki, hún svarar í rauninni kórnum alltaf - sem syngur á disknum, en hún er í aðalhlutverki frá upphafi til enda. Svo eru þarna stuttar myndir af okkur Gunnari og Sigtryggi,“ segir Tómas jafnframt, en hljóðfæraleik á plötunni annast Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Gunnar Gunnarsson á píanó og Sigtryggur Baldursson á kóngatrommur. „Við tókum upp í Hljóðrita í HFJ og Jón Karl kom þangað og filmaði í smá tíma. Svo tókum við auka sessjón síðar - þetta var gert í tvö skipti og síðan sat hann yfir þessu í tvo mánuði í fullu starfi og klippti þetta saman,“ segir Tómas og hlær. Á disknum eru mörg af kunnari lögum Tómasar á borð við Stolin stef, Hjarta mitt og Þú ert – sem hoppaði inn á 15. sæti á vinsældarlista Rásar 2 þann 19. júlí og lyfti sér í 13. sætið laugardaginn 26. júlí. Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er ávarp til íslenskrar tungu,“ segir Tómas R. Einarsson um lagið Þú ert, en myndbandið við lagið er frumsýnt hér á Vísi. Fyrstu línurnar í kvæðinu eru:Þú ert vömb og söl,þú ert rök og þvöl,þú ert græn og skökkTextinn þykir einstaklega skemmtilegur og er eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Lagið er af nýjustu plötu Tómasar, Mannabörn, en á henni er að finna átján sönglög Tómasar R. í útsetningu Gunnars Gunnarssonar, sungin af Sigríði Thorlacius og Sönghópnum við Tjörnina. Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason leikstýrði myndbandinu. „Þetta er svart hvítt vídjó og Sigríður er þarna í fókushlutverki, hún svarar í rauninni kórnum alltaf - sem syngur á disknum, en hún er í aðalhlutverki frá upphafi til enda. Svo eru þarna stuttar myndir af okkur Gunnari og Sigtryggi,“ segir Tómas jafnframt, en hljóðfæraleik á plötunni annast Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Gunnar Gunnarsson á píanó og Sigtryggur Baldursson á kóngatrommur. „Við tókum upp í Hljóðrita í HFJ og Jón Karl kom þangað og filmaði í smá tíma. Svo tókum við auka sessjón síðar - þetta var gert í tvö skipti og síðan sat hann yfir þessu í tvo mánuði í fullu starfi og klippti þetta saman,“ segir Tómas og hlær. Á disknum eru mörg af kunnari lögum Tómasar á borð við Stolin stef, Hjarta mitt og Þú ert – sem hoppaði inn á 15. sæti á vinsældarlista Rásar 2 þann 19. júlí og lyfti sér í 13. sætið laugardaginn 26. júlí.
Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira