Frumsýnt á Vísi: Þú ert með Sigríði Thorlacius í fókushlutverki Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. júlí 2014 10:51 „Þetta er ávarp til íslenskrar tungu,“ segir Tómas R. Einarsson um lagið Þú ert, en myndbandið við lagið er frumsýnt hér á Vísi. Fyrstu línurnar í kvæðinu eru:Þú ert vömb og söl,þú ert rök og þvöl,þú ert græn og skökkTextinn þykir einstaklega skemmtilegur og er eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Lagið er af nýjustu plötu Tómasar, Mannabörn, en á henni er að finna átján sönglög Tómasar R. í útsetningu Gunnars Gunnarssonar, sungin af Sigríði Thorlacius og Sönghópnum við Tjörnina. Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason leikstýrði myndbandinu. „Þetta er svart hvítt vídjó og Sigríður er þarna í fókushlutverki, hún svarar í rauninni kórnum alltaf - sem syngur á disknum, en hún er í aðalhlutverki frá upphafi til enda. Svo eru þarna stuttar myndir af okkur Gunnari og Sigtryggi,“ segir Tómas jafnframt, en hljóðfæraleik á plötunni annast Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Gunnar Gunnarsson á píanó og Sigtryggur Baldursson á kóngatrommur. „Við tókum upp í Hljóðrita í HFJ og Jón Karl kom þangað og filmaði í smá tíma. Svo tókum við auka sessjón síðar - þetta var gert í tvö skipti og síðan sat hann yfir þessu í tvo mánuði í fullu starfi og klippti þetta saman,“ segir Tómas og hlær. Á disknum eru mörg af kunnari lögum Tómasar á borð við Stolin stef, Hjarta mitt og Þú ert – sem hoppaði inn á 15. sæti á vinsældarlista Rásar 2 þann 19. júlí og lyfti sér í 13. sætið laugardaginn 26. júlí. Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er ávarp til íslenskrar tungu,“ segir Tómas R. Einarsson um lagið Þú ert, en myndbandið við lagið er frumsýnt hér á Vísi. Fyrstu línurnar í kvæðinu eru:Þú ert vömb og söl,þú ert rök og þvöl,þú ert græn og skökkTextinn þykir einstaklega skemmtilegur og er eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Lagið er af nýjustu plötu Tómasar, Mannabörn, en á henni er að finna átján sönglög Tómasar R. í útsetningu Gunnars Gunnarssonar, sungin af Sigríði Thorlacius og Sönghópnum við Tjörnina. Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason leikstýrði myndbandinu. „Þetta er svart hvítt vídjó og Sigríður er þarna í fókushlutverki, hún svarar í rauninni kórnum alltaf - sem syngur á disknum, en hún er í aðalhlutverki frá upphafi til enda. Svo eru þarna stuttar myndir af okkur Gunnari og Sigtryggi,“ segir Tómas jafnframt, en hljóðfæraleik á plötunni annast Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Gunnar Gunnarsson á píanó og Sigtryggur Baldursson á kóngatrommur. „Við tókum upp í Hljóðrita í HFJ og Jón Karl kom þangað og filmaði í smá tíma. Svo tókum við auka sessjón síðar - þetta var gert í tvö skipti og síðan sat hann yfir þessu í tvo mánuði í fullu starfi og klippti þetta saman,“ segir Tómas og hlær. Á disknum eru mörg af kunnari lögum Tómasar á borð við Stolin stef, Hjarta mitt og Þú ert – sem hoppaði inn á 15. sæti á vinsældarlista Rásar 2 þann 19. júlí og lyfti sér í 13. sætið laugardaginn 26. júlí.
Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira