Gerir dyraöt og knúsar til styrktar Parkinsonsamtökunum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. júlí 2014 09:30 Nikulás tekur við hinum ýmsu bónum í gegnum Facebook-síðu sína þar sem hann gengur undir nafninu Shady Nick. Fréttablaðið/Arnþór Nikulás Ari Hannigan hyggst hlaupa maraþon í ágúst og safna áheitum til styrktar Parkinsonsamtökunum á Íslandi. Ekki nóg með það, heldur hefur hann tekið upp á því að bjóða hverjum sem það vill þiggja að hann leggi leið sína fram hjá húsum vina og kunningja og kasti á þá kveðju, geri dyraat eða gefi faðmlag. „Ég hugsaði með mér að það væri sniðugt til þess að fá þol að gera dyraat,“ útskýrir Nikulás. „Ég er spenntur að sjá hvort ég fái nógu mikið af beiðnum. Þá get ég kannski skipulagt heilt hlaup í kringum þær. Það er það sem ég vonast til.“ Nikulás er nýbúinn að bjóða fram þessa þjónustu sína en enn sem komið er virðist helst hafa myndast spenna í kringum það að fá hann til að gera dyraat. „Já, eitt faðmlag til kærasta vinkonu minnar. En síðan bara dyraat.“ Faðmlögin verða líkast til í rakari kantinum. „Ætli ég verði ekki svolítið sveittur á hlaupunum,“ segir Nikulás og hlær. Ástæðan fyrir því að Parkinsonsamtökin urðu fyrir valinu er Nikulási hjartfólgin. „Ég ákvað að fyrst að ég væri að hlaupa maraþon þá myndi ég hlaupa til styrktar einhverju. Amma mín er með parkinsonsjúkdóminn og hefur þjáðst af honum lengi,“ útskýrir hann. „Hún er mjög mikilvæg manneskja í lífi mínu, er enn þá orkuríkasta manneskja sem ég þekki og lætur ekkert stöðva sig þrátt fyrir að vera svona veik.“ Ef einhver vill með óhefðbundnum hætti láta félaga vita að til hans sé hugsað er sá hinn sami hvattur til þess að fara inn á hlaupastyrkur.is og leita Nikulás uppi. Fyrir að minnsta kosti 1.000 króna áheit sinnir Nikulás beiðnunum sem skulu berast til hans í skilaboðum á Facebook-síðu hans „Shady Nick“. Enginn ætti að hika við að hafa samband. „Endilega takið þátt í þessu, því fleiri því betra. Bæði að styrkja mig til að hlaupa og samtökin í leiðinni.“ Allur peningurinn sem safnast rennur til samtakanna. „Mér myndi ekki detta í hug að taka peninginn sjálfur.“ Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Sjá meira
Nikulás Ari Hannigan hyggst hlaupa maraþon í ágúst og safna áheitum til styrktar Parkinsonsamtökunum á Íslandi. Ekki nóg með það, heldur hefur hann tekið upp á því að bjóða hverjum sem það vill þiggja að hann leggi leið sína fram hjá húsum vina og kunningja og kasti á þá kveðju, geri dyraat eða gefi faðmlag. „Ég hugsaði með mér að það væri sniðugt til þess að fá þol að gera dyraat,“ útskýrir Nikulás. „Ég er spenntur að sjá hvort ég fái nógu mikið af beiðnum. Þá get ég kannski skipulagt heilt hlaup í kringum þær. Það er það sem ég vonast til.“ Nikulás er nýbúinn að bjóða fram þessa þjónustu sína en enn sem komið er virðist helst hafa myndast spenna í kringum það að fá hann til að gera dyraat. „Já, eitt faðmlag til kærasta vinkonu minnar. En síðan bara dyraat.“ Faðmlögin verða líkast til í rakari kantinum. „Ætli ég verði ekki svolítið sveittur á hlaupunum,“ segir Nikulás og hlær. Ástæðan fyrir því að Parkinsonsamtökin urðu fyrir valinu er Nikulási hjartfólgin. „Ég ákvað að fyrst að ég væri að hlaupa maraþon þá myndi ég hlaupa til styrktar einhverju. Amma mín er með parkinsonsjúkdóminn og hefur þjáðst af honum lengi,“ útskýrir hann. „Hún er mjög mikilvæg manneskja í lífi mínu, er enn þá orkuríkasta manneskja sem ég þekki og lætur ekkert stöðva sig þrátt fyrir að vera svona veik.“ Ef einhver vill með óhefðbundnum hætti láta félaga vita að til hans sé hugsað er sá hinn sami hvattur til þess að fara inn á hlaupastyrkur.is og leita Nikulás uppi. Fyrir að minnsta kosti 1.000 króna áheit sinnir Nikulás beiðnunum sem skulu berast til hans í skilaboðum á Facebook-síðu hans „Shady Nick“. Enginn ætti að hika við að hafa samband. „Endilega takið þátt í þessu, því fleiri því betra. Bæði að styrkja mig til að hlaupa og samtökin í leiðinni.“ Allur peningurinn sem safnast rennur til samtakanna. „Mér myndi ekki detta í hug að taka peninginn sjálfur.“
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Sjá meira