Stiklan, sem er um mínúta á lengd, sýnir Ben Affleck í hlutverki Leðurblökumannsins svipta hulunni af hinu víðfræga Batman-ljósi en ljósið skín á Superman sem svífur í loftinu og starir á Leðurblökumanninn.
Engin orðaskipti eiga sér stað á milli þeirra.
Uppfært 22:22
Hér að neðan má sjá upptöku af stiklunni, sem tekin var upp á síma og er því ekki í góðum gæðum. Stiklan sjálf hefur ekki verið birt enn.