Helga finnst rigningin góð en sólin eltir hann Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. júlí 2014 10:30 Helgi Björnsson er ávallt sólarmegin í lífinu og hefur litlar áhyggjur af rigningu. Honum finnst rigningin samt góð. vísir/valli „Rigning er ekkert að bögga mig því ég er alltaf sólarmegin í lífinu,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson, en hann söng jú lagið, Húsið og ég, en í viðlagi lagsins er sungið „Mér finnst rigningin góð“. „Ég skal alveg viðurkenna að brandarinn er eiginlega hættur að virka en fólkið tekur alltaf undir þó svo að það hafi rignt mikið í sumar. Ég skil þó vel að fólk sé orðið þreytt á þessari rigningu.“ Helgi verður á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld og gera má því ráð fyrir blíðviðri á eyjunni fögru þann daginn í það minnsta. „Það verður ekki rigning fyrst ég er þarna, það verður samt smá vindur, það er bara gott að láta lofta aðeins um heilabúið.“ Hann kemur þar fram með Fjallabræðrum en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram með bræðrunum. „Ég hef ekki sungið með þeim áður en þetta verður „legendary“. Það verður rosalegt að hafa fimmtíu til sextíu karlpunga syngjandi fyrir aftan sig.“ Hann hlakkar mikið til Þjóðhátíðarinnar en ætlar hann að taka lagið fræga? „Jú, ég geri nú ráð fyrir því, það verður sérstaklega skemmtilegt að taka því það verður engin rigning,“ segir Helgi. Rigning hefur angrað margan Íslendinginn þetta sumarið, enda sumarið eitt það vætusamasta í mannaminnum. „Ég var að ganga á Hornströndum fyrir skömmu í miklu blíðviðri, en áður en ég fór þangað hafði rignt þar í þrjár vikur. Veðrið var það gott að flugurnar voru næstum búnar að naga af mér eyrun,“ segir Helgi og hlær. Hann segist reyna að forðast það að vera í Reykjavík yfir sumartímann. Ætli það sé ástæðan fyrir því að mikið rignir í Reykjavík í sumar?„Það er spurning, sólin virðist elta mig hvert sem ég fer,“ bætir Helgi við léttur í lundu. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
„Rigning er ekkert að bögga mig því ég er alltaf sólarmegin í lífinu,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson, en hann söng jú lagið, Húsið og ég, en í viðlagi lagsins er sungið „Mér finnst rigningin góð“. „Ég skal alveg viðurkenna að brandarinn er eiginlega hættur að virka en fólkið tekur alltaf undir þó svo að það hafi rignt mikið í sumar. Ég skil þó vel að fólk sé orðið þreytt á þessari rigningu.“ Helgi verður á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld og gera má því ráð fyrir blíðviðri á eyjunni fögru þann daginn í það minnsta. „Það verður ekki rigning fyrst ég er þarna, það verður samt smá vindur, það er bara gott að láta lofta aðeins um heilabúið.“ Hann kemur þar fram með Fjallabræðrum en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram með bræðrunum. „Ég hef ekki sungið með þeim áður en þetta verður „legendary“. Það verður rosalegt að hafa fimmtíu til sextíu karlpunga syngjandi fyrir aftan sig.“ Hann hlakkar mikið til Þjóðhátíðarinnar en ætlar hann að taka lagið fræga? „Jú, ég geri nú ráð fyrir því, það verður sérstaklega skemmtilegt að taka því það verður engin rigning,“ segir Helgi. Rigning hefur angrað margan Íslendinginn þetta sumarið, enda sumarið eitt það vætusamasta í mannaminnum. „Ég var að ganga á Hornströndum fyrir skömmu í miklu blíðviðri, en áður en ég fór þangað hafði rignt þar í þrjár vikur. Veðrið var það gott að flugurnar voru næstum búnar að naga af mér eyrun,“ segir Helgi og hlær. Hann segist reyna að forðast það að vera í Reykjavík yfir sumartímann. Ætli það sé ástæðan fyrir því að mikið rignir í Reykjavík í sumar?„Það er spurning, sólin virðist elta mig hvert sem ég fer,“ bætir Helgi við léttur í lundu.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira