Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Randver Kári Randversson skrifar 31. júlí 2014 16:52 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA „Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur. Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
„Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur.
Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08