"Ekkert öðruvísi en aðrir þó að ég sé lömuð“ Ellý Ármanns skrifar 31. júlí 2014 11:30 Áheitasöfnun til handa Jónu Kristínu Erlendsdóttur, sem lamaðist þegar hún var skiptinemi í Perú í fyrra stendur yfir nú þegar Reykjavíkurmaraþonið er framundan. Vinir Jónu ætla að hlaupa og þar með safna fyrir aukahjóli á hjólastólinn hennar.Hvað gerir þetta aukahjól fyrir hjólastólinn fyrir þig? „Þetta aukahjól myndi gefa mér aukið ferðafrelsi því núna kemst ég ekkert hjálparlaust. Einnig myndi byggjast upp mun betra þol hjá mér og ég gæti notið þess að hreyfa mig úti.“Hvað kostar þessi græja? „Samkvæmt því sem ég hef heyrt þá kostar hjólið um það bil milljón krónur,“ segir Jóna.Stundum koma erfiðir tímar Líðan þín í dag og hvernig tekst þér að takast á við þá staðreynd að þú ert lömuð?„Mér líður mun betur í dag en fyrir sjö mánuðum en ég á enn eftir að ná svona jafnaðargeði held ég. Oftast líður mér vel en svo koma mjög erfiðir tímar þar sem mér finnst margt vera á móti mér.“Hefur sama tilverurétt og aðrir „En svo auðvitað tekur góða skapið alltaf við aftur. Ég get alls ekki verið leið eða í fýlu mjög lengi. Ég reyni að leitast við að vera ánægð og hamingjusöm. Mér finnst ég ekkert öðruvísi en aðrir þó að ég sé lömuð og ég held að það hafi gert mig að sterkari manneskju að vera að ganga í gegnum þetta og ég elska að gera grín að sjálfri mér en stundum þarf ég að minna mig á að ég hafi sama tilverurétt og aðrir.“Erfitt að þurfa svona mikla aðstoð „Einnig er erfitt fyrir mig að þurfa svona mikla aðstoð en ég held að þetta sé smátt og smátt að venjast, ég vona það allavega. Ég ætla allavega ekki að láta þetta stoppa mig í að gera það sem mig langar að gera og að vera hamingjusöm,“ segir þessi sterka stúlka.Þegar talið berst að því þegar hún var skiptinemi og lamaðist í kjölfar aðgerðar sem hún fór í þegar máttur hennar dvínaði stöðugt útskýrir Jóna: „Aðgerðin mistókst nefnilega ekki, hún heppnaðist mjög vel. Málið var að ég fór allt of seint í aðgerðina þar sem enginn úti áttaði sig á alvarleika málsins fyrr en allt of seint.“ Vaknaði með sára verki „Þegar ég fór fyrst til læknis var ég farin að labba mjög skringilega og gat varla gengið án þess að styðja mig við vegg. Ég vildi fara fyrr til læknis og bað um það þegar ég var farin að vakna grátandi af bakverkjum og verkjum í rifbeinum en fór ekki fyrr en ég var komin með mikinn dofa í lappirnar, sem ég held að hafi verið um þremur dögum seinna.“Fékk töflur við vírus „Svo fékk ég töflur þegar ég fór til læknis því hann hélt að ég væri með vírus. Þær virtust hafa hjálpað í einn dag en daginn eftir var ég aftur orðin verri og rétt áður en ég fór á spítalann stóð ég upp úr sófanum, tók þrjú skref og datt svo niður.“Gat varla hreyft sig „Eftir það virtist það fara versnandi þeð hverjum klukkutímanum og þegar ég fór í aðgerðina gat ég varla hreyft fæturna lengur en hafði örlitla tilfinningu. Svo í rauninni var blaðran bara að sverfa mænuna í sundur á þessum tveimur vikum og núna er eiginlega bara hola í henni, einhverjar smá tæjur sem halda henni saman,“ segir Jóna.Þú getur styrkt Jónu ef klikkar hérna á link Eyglóar sem ætlar að hlaupa 21 km í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína. Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Sjá meira
Áheitasöfnun til handa Jónu Kristínu Erlendsdóttur, sem lamaðist þegar hún var skiptinemi í Perú í fyrra stendur yfir nú þegar Reykjavíkurmaraþonið er framundan. Vinir Jónu ætla að hlaupa og þar með safna fyrir aukahjóli á hjólastólinn hennar.Hvað gerir þetta aukahjól fyrir hjólastólinn fyrir þig? „Þetta aukahjól myndi gefa mér aukið ferðafrelsi því núna kemst ég ekkert hjálparlaust. Einnig myndi byggjast upp mun betra þol hjá mér og ég gæti notið þess að hreyfa mig úti.“Hvað kostar þessi græja? „Samkvæmt því sem ég hef heyrt þá kostar hjólið um það bil milljón krónur,“ segir Jóna.Stundum koma erfiðir tímar Líðan þín í dag og hvernig tekst þér að takast á við þá staðreynd að þú ert lömuð?„Mér líður mun betur í dag en fyrir sjö mánuðum en ég á enn eftir að ná svona jafnaðargeði held ég. Oftast líður mér vel en svo koma mjög erfiðir tímar þar sem mér finnst margt vera á móti mér.“Hefur sama tilverurétt og aðrir „En svo auðvitað tekur góða skapið alltaf við aftur. Ég get alls ekki verið leið eða í fýlu mjög lengi. Ég reyni að leitast við að vera ánægð og hamingjusöm. Mér finnst ég ekkert öðruvísi en aðrir þó að ég sé lömuð og ég held að það hafi gert mig að sterkari manneskju að vera að ganga í gegnum þetta og ég elska að gera grín að sjálfri mér en stundum þarf ég að minna mig á að ég hafi sama tilverurétt og aðrir.“Erfitt að þurfa svona mikla aðstoð „Einnig er erfitt fyrir mig að þurfa svona mikla aðstoð en ég held að þetta sé smátt og smátt að venjast, ég vona það allavega. Ég ætla allavega ekki að láta þetta stoppa mig í að gera það sem mig langar að gera og að vera hamingjusöm,“ segir þessi sterka stúlka.Þegar talið berst að því þegar hún var skiptinemi og lamaðist í kjölfar aðgerðar sem hún fór í þegar máttur hennar dvínaði stöðugt útskýrir Jóna: „Aðgerðin mistókst nefnilega ekki, hún heppnaðist mjög vel. Málið var að ég fór allt of seint í aðgerðina þar sem enginn úti áttaði sig á alvarleika málsins fyrr en allt of seint.“ Vaknaði með sára verki „Þegar ég fór fyrst til læknis var ég farin að labba mjög skringilega og gat varla gengið án þess að styðja mig við vegg. Ég vildi fara fyrr til læknis og bað um það þegar ég var farin að vakna grátandi af bakverkjum og verkjum í rifbeinum en fór ekki fyrr en ég var komin með mikinn dofa í lappirnar, sem ég held að hafi verið um þremur dögum seinna.“Fékk töflur við vírus „Svo fékk ég töflur þegar ég fór til læknis því hann hélt að ég væri með vírus. Þær virtust hafa hjálpað í einn dag en daginn eftir var ég aftur orðin verri og rétt áður en ég fór á spítalann stóð ég upp úr sófanum, tók þrjú skref og datt svo niður.“Gat varla hreyft sig „Eftir það virtist það fara versnandi þeð hverjum klukkutímanum og þegar ég fór í aðgerðina gat ég varla hreyft fæturna lengur en hafði örlitla tilfinningu. Svo í rauninni var blaðran bara að sverfa mænuna í sundur á þessum tveimur vikum og núna er eiginlega bara hola í henni, einhverjar smá tæjur sem halda henni saman,“ segir Jóna.Þú getur styrkt Jónu ef klikkar hérna á link Eyglóar sem ætlar að hlaupa 21 km í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína.
Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Sjá meira