Án stefnu í málum innflytjenda en bjóða íslenskukennslu og túlkun Eva Bjarnadóttir skrifar 29. janúar 2014 07:00 Hér sést hvar þau sveitarfélög sem eru með flesta innflytjendur eru á landinu. Af tíu sveitarfélögum, þar sem hlutfall innflytjenda er hæst, hefur ekkert mótað stefnu í málefnum innflytjenda. Verkefni sveitarfélaganna í málaflokknum eru nær eingöngu bundin við lögbundin verkefni á borð við túlkaþjónustu í leikskólum og skólum, auk sérkennslu og íslenskukennslu. Bæjarstarfsmenn sem tala algeng tungumál innflytjenda aðstoða við hin ýmsu mál. Hlutfall innflytjenda hefur farið vaxandi á Íslandi undanfarin ár og er nú 6,7 prósent fyrir landið allt. Í sumum sveitarfélögum er hlutfallið þó mun hærra. „Það er feiknahátt hlutfall erlends verkafólks hér í sveit,“ segir Guðbjartur Gunnarsson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps. Þar er hlutfall erlendra borgara hæst á landinu, eða 30 prósent.Væri æskilegt að gera meira Guðbjartur segir sveitarfélagið ekki sinna málaflokknum sérstaklega, en að skólinn sæki til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna aðstoðar við börn af erlendum uppruna. Skólastjóri Laugargerðisskóla segir lítið fást frá sjóðnum. „Það væri æskilegt ef hægt væri að gera meira. Við höfum fengið túlkaþjónustu á tveimur tungumálum, en ég notfæri mér líka eldri nemendur til þess að þýða blöð og slíkt,“ segir Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri. Í Sandgerði er þriðja hæsta hlutfall innflytjenda á landinu. „Við höfum gert ýmislegt til að auðvelda aðlögum fólks af erlendum uppruna í leik- og grunnskólanum, en það er engin yfirlýst stefna. Það væri ekki óeðlilegt að hafa hana,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði. Í skólum bæjarins eru nú um fimmtán til tuttugu prósent barnanna af erlendum uppruna. í Sandgerði hefur verið hugað að þátttöku innflytjenda í bæjarmálum, en þó með litlum árangri. „Við höfum leitað að fólki í nefndir, en það er ekki mikið um það og við vitum að þær endurspegla ekki fjölbreytileika samfélagsins. Við erum þó meðvituð um mikilvægi þess að raddir sem flestra heyrist,“ segir Sigrún. Hún segist ekki kunna skýringu á lítilli þátttöku innflytjenda.Fjölmenningarfélag á Langanesi Flest sveitarfélaganna eru fámenn og hafa ekki sérstaka starfsmenn sem sinna málaflokknum. Margir nefndu að mikil hjálp væri í bæjarstarfsmönnum sem tala algengustu tungumál innflytjenda. „Það er gríðarlegur akkur í því og hefur létt mikið undir. Hann fer hiklaust út fyrir sitt svið og hjálpar þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavíkurhrepps, um ferða- og menningarfulltrúa bæjarins sem er pólskumælandi. Þjónusta við fullorðna innflytjendur eru helst námskeið í íslensku. Eingöngu í tveimur sveitarfélögum af þeim sem Fréttablaðið ræddi við hafði verið unnið markvisst að nýjum verkefnum á þessu sviði. Í Langanesbyggð var nýverið stofnað fjölmenningarfélag. „Markmið félagsins er að leggja áherslu á það sem við eigum öll sameiginlegt, alveg sama hvaðan við komum,“ segir Hilma Steinarsdóttir, grunnskólakennari á Þórshöfn, en hún stýrði einnig þróunarverkefni á vegum sveitarfélagsins á síðasta ári sem miðaði að því að auka stuðning við nemendur og foreldra af erlendum uppruna. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Af tíu sveitarfélögum, þar sem hlutfall innflytjenda er hæst, hefur ekkert mótað stefnu í málefnum innflytjenda. Verkefni sveitarfélaganna í málaflokknum eru nær eingöngu bundin við lögbundin verkefni á borð við túlkaþjónustu í leikskólum og skólum, auk sérkennslu og íslenskukennslu. Bæjarstarfsmenn sem tala algeng tungumál innflytjenda aðstoða við hin ýmsu mál. Hlutfall innflytjenda hefur farið vaxandi á Íslandi undanfarin ár og er nú 6,7 prósent fyrir landið allt. Í sumum sveitarfélögum er hlutfallið þó mun hærra. „Það er feiknahátt hlutfall erlends verkafólks hér í sveit,“ segir Guðbjartur Gunnarsson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps. Þar er hlutfall erlendra borgara hæst á landinu, eða 30 prósent.Væri æskilegt að gera meira Guðbjartur segir sveitarfélagið ekki sinna málaflokknum sérstaklega, en að skólinn sæki til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna aðstoðar við börn af erlendum uppruna. Skólastjóri Laugargerðisskóla segir lítið fást frá sjóðnum. „Það væri æskilegt ef hægt væri að gera meira. Við höfum fengið túlkaþjónustu á tveimur tungumálum, en ég notfæri mér líka eldri nemendur til þess að þýða blöð og slíkt,“ segir Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri. Í Sandgerði er þriðja hæsta hlutfall innflytjenda á landinu. „Við höfum gert ýmislegt til að auðvelda aðlögum fólks af erlendum uppruna í leik- og grunnskólanum, en það er engin yfirlýst stefna. Það væri ekki óeðlilegt að hafa hana,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði. Í skólum bæjarins eru nú um fimmtán til tuttugu prósent barnanna af erlendum uppruna. í Sandgerði hefur verið hugað að þátttöku innflytjenda í bæjarmálum, en þó með litlum árangri. „Við höfum leitað að fólki í nefndir, en það er ekki mikið um það og við vitum að þær endurspegla ekki fjölbreytileika samfélagsins. Við erum þó meðvituð um mikilvægi þess að raddir sem flestra heyrist,“ segir Sigrún. Hún segist ekki kunna skýringu á lítilli þátttöku innflytjenda.Fjölmenningarfélag á Langanesi Flest sveitarfélaganna eru fámenn og hafa ekki sérstaka starfsmenn sem sinna málaflokknum. Margir nefndu að mikil hjálp væri í bæjarstarfsmönnum sem tala algengustu tungumál innflytjenda. „Það er gríðarlegur akkur í því og hefur létt mikið undir. Hann fer hiklaust út fyrir sitt svið og hjálpar þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavíkurhrepps, um ferða- og menningarfulltrúa bæjarins sem er pólskumælandi. Þjónusta við fullorðna innflytjendur eru helst námskeið í íslensku. Eingöngu í tveimur sveitarfélögum af þeim sem Fréttablaðið ræddi við hafði verið unnið markvisst að nýjum verkefnum á þessu sviði. Í Langanesbyggð var nýverið stofnað fjölmenningarfélag. „Markmið félagsins er að leggja áherslu á það sem við eigum öll sameiginlegt, alveg sama hvaðan við komum,“ segir Hilma Steinarsdóttir, grunnskólakennari á Þórshöfn, en hún stýrði einnig þróunarverkefni á vegum sveitarfélagsins á síðasta ári sem miðaði að því að auka stuðning við nemendur og foreldra af erlendum uppruna.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira