Segir gagnrýni sína ekki lúta að tannslípun grísa Elimar Hauksson skrifar 29. janúar 2014 12:00 Sif telur sóknarfæri vera til staðar í vistvænni ræktun á grísum. Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir Hörð Harðarson, formann Svínaræktarfélags Íslands, líta framhjá megingagnrýni samtaka hennar á verksmiðjubúskap svína á Íslandi. Hörður hefur gagnrýnt Sif og sagt ummæli hennar sem dýralæknis lýsa vanþekkingu. Sif segir hins vegar að vandamálið sé ekki tannslípun grísa, eins og Hörður hafi haldið fram. „Vandamálið felst í því að grísir hafa verið geltir og hali þeirra klipptur án deyfingar. Samkvæmt nýju lögunum um velferð dýra verður áfram leyfilegt að klippa hala og gelda grísi. Það er eðlilegt að grísir séu geltir til að koma í veg fyrir galtarbragð af kjötinu,“ segir Sif. Hún bætir þó við að þetta verði þó að gera í samræmi við nýju lögin. „Þetta verður að gerast með deyfingu og verkjastillingu og það er það sem við viljum að sé fylgt eftir. Varðandi halann þá er það þannig að ef eðlislægum þörfum svína er sinnt þá þarf ekki að klippa halann á þeim af því að þá eru þau ekki að naga halann á hvoru öðru,“ segir Sif.Svín ættu ekki að sólbrenna á ÍslandiHörður hefur einnig sagt að svín séu húsdýr og að þau séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Sif segir auðvelt að koma í veg fyrir slíkt enda sé sólin ekki stórt vandamál hér á landi. „Svín eru með gisnari feld heldur en önnur spendýr. Þau geta brunnið ef það er mikil og sterk sól en það má auðveldlega leysa með varnaraðgerðum. Þegar svín eru úti velta þau sér uppúr mold til að vernda húðina, auk þess er hægt að hafa skjól þannig að þau geti leitað í skugga í mikilli sól. Fyrir utan það þá er of mikil sól ekki teljandi vandamál hér á Íslandi. Svínin í húsdýragarðinum fara út á sumrin og ég hef aldrei heyrt um að þau hafi sólbrunnið.“Reglur þarf yfirleitt til að bæta aðbúnaðSif segist skilja málsstað formanns Svínaræktarfélagsins enda sé samkeppni á markaðnum hér á landi hörð. Hún segir vistvæna svínarækt hins vegar geta verið arðbæra fyrir þá aðila sem hafi áhuga á að reyna slíkt. „Svínaræktin er þannig að það er rosaleg samkeppni og þess vegna þarf yfirleitt reglur til þess að breytingar verði til batnaðar. það eru örfáir svínabændur eftir á íslandi vegna þess að samþjöppun hefur orðið í greininni því búin eru að stækka og eigendur eru færri. Hér eru hinsvegar rosaleg sóknarfæri fyrir þá sem hafa áhuga á vistvænni ræktun, því fyrir þá vöru er hægt að fá hærra verð fyrir. Ég held að það sé hópur fólks sem myndi greiða hærra verð fyrir slíka vöru,“ segir Sif. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir Hörð Harðarson, formann Svínaræktarfélags Íslands, líta framhjá megingagnrýni samtaka hennar á verksmiðjubúskap svína á Íslandi. Hörður hefur gagnrýnt Sif og sagt ummæli hennar sem dýralæknis lýsa vanþekkingu. Sif segir hins vegar að vandamálið sé ekki tannslípun grísa, eins og Hörður hafi haldið fram. „Vandamálið felst í því að grísir hafa verið geltir og hali þeirra klipptur án deyfingar. Samkvæmt nýju lögunum um velferð dýra verður áfram leyfilegt að klippa hala og gelda grísi. Það er eðlilegt að grísir séu geltir til að koma í veg fyrir galtarbragð af kjötinu,“ segir Sif. Hún bætir þó við að þetta verði þó að gera í samræmi við nýju lögin. „Þetta verður að gerast með deyfingu og verkjastillingu og það er það sem við viljum að sé fylgt eftir. Varðandi halann þá er það þannig að ef eðlislægum þörfum svína er sinnt þá þarf ekki að klippa halann á þeim af því að þá eru þau ekki að naga halann á hvoru öðru,“ segir Sif.Svín ættu ekki að sólbrenna á ÍslandiHörður hefur einnig sagt að svín séu húsdýr og að þau séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Sif segir auðvelt að koma í veg fyrir slíkt enda sé sólin ekki stórt vandamál hér á landi. „Svín eru með gisnari feld heldur en önnur spendýr. Þau geta brunnið ef það er mikil og sterk sól en það má auðveldlega leysa með varnaraðgerðum. Þegar svín eru úti velta þau sér uppúr mold til að vernda húðina, auk þess er hægt að hafa skjól þannig að þau geti leitað í skugga í mikilli sól. Fyrir utan það þá er of mikil sól ekki teljandi vandamál hér á Íslandi. Svínin í húsdýragarðinum fara út á sumrin og ég hef aldrei heyrt um að þau hafi sólbrunnið.“Reglur þarf yfirleitt til að bæta aðbúnaðSif segist skilja málsstað formanns Svínaræktarfélagsins enda sé samkeppni á markaðnum hér á landi hörð. Hún segir vistvæna svínarækt hins vegar geta verið arðbæra fyrir þá aðila sem hafi áhuga á að reyna slíkt. „Svínaræktin er þannig að það er rosaleg samkeppni og þess vegna þarf yfirleitt reglur til þess að breytingar verði til batnaðar. það eru örfáir svínabændur eftir á íslandi vegna þess að samþjöppun hefur orðið í greininni því búin eru að stækka og eigendur eru færri. Hér eru hinsvegar rosaleg sóknarfæri fyrir þá sem hafa áhuga á vistvænni ræktun, því fyrir þá vöru er hægt að fá hærra verð fyrir. Ég held að það sé hópur fólks sem myndi greiða hærra verð fyrir slíka vöru,“ segir Sif.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira