Kæfandi myglulykt angrar borgarbúa Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2014 12:43 Stór hluti Klambratúns liggur undir klaka. Vísir/Daníel Borgarbúar hafa kvartað sáran undan myglulykt sem víða hefur fundist í Reykjavík. Um er að ræða lykt vegna kalskemmda á grasi sem hefur legið undir klaka um tíð. Stillt hefur verið í veðri síðustu daga og því hefur lyktin legið yfir stórum svæðum. „Þetta er tilkomið vegna kalskemmda á grasi. Það er klaki yfir stórum svæðum og lyktin kemur þaðan undan. Skýringin á því að menn eru að tala um þetta núna er kannski sú að í dag og í gær hefur verið svolítið stillt veður. Þannig hefur lyktin ekki fokið í burtu og safnast aðeins fyrir. Það hjálpar ef það hreyfir vind," segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Þórólfur segir þessar aðstæður ekki koma oft upp í Reykjavík. „Þetta eru aðstæður sem eru kannski svolítið sérstakar núna. Þó þetta hljóti nú að hafa gerst áður hér í Reykjavík man ég ekki eftir því undanfarin ár.“ Klakinn getur verið mjög þykkur og segir Þórólfur lítið vera um lausnir og hætt er við að tún í borginni skemmist. „Við fengum klaka ofan í auða jörð fyrst svo enginn hiti er í henni. Síðan er veðrið búið að dansa í kringum frostmarkið og þiðna upp og frjósa aftur, svo klakinn er orðinn mjög þéttur. Við gætum horft fram á einhvern skaða ef við fáum ekki hláku bráðum. Það er ekki víst að við séum komin þangað, en það er hætta á því og hún eykst eftir því sem þetta dregst lengur.“ „Við erum ekki með neinar lausnir við þessu, aðrar en að leggjast á bæn. Þetta er meira og minna um alla borg og þó við ættum einhver tæki sem mögulega virka, hef ég ekki trú á að það myndi gagnast svo raunhæft væri. Ég held að við eigum frekar að horfa á hvernig bregðast á við þessu þegar grasið kemur undan klakanum.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Borgarbúar hafa kvartað sáran undan myglulykt sem víða hefur fundist í Reykjavík. Um er að ræða lykt vegna kalskemmda á grasi sem hefur legið undir klaka um tíð. Stillt hefur verið í veðri síðustu daga og því hefur lyktin legið yfir stórum svæðum. „Þetta er tilkomið vegna kalskemmda á grasi. Það er klaki yfir stórum svæðum og lyktin kemur þaðan undan. Skýringin á því að menn eru að tala um þetta núna er kannski sú að í dag og í gær hefur verið svolítið stillt veður. Þannig hefur lyktin ekki fokið í burtu og safnast aðeins fyrir. Það hjálpar ef það hreyfir vind," segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Þórólfur segir þessar aðstæður ekki koma oft upp í Reykjavík. „Þetta eru aðstæður sem eru kannski svolítið sérstakar núna. Þó þetta hljóti nú að hafa gerst áður hér í Reykjavík man ég ekki eftir því undanfarin ár.“ Klakinn getur verið mjög þykkur og segir Þórólfur lítið vera um lausnir og hætt er við að tún í borginni skemmist. „Við fengum klaka ofan í auða jörð fyrst svo enginn hiti er í henni. Síðan er veðrið búið að dansa í kringum frostmarkið og þiðna upp og frjósa aftur, svo klakinn er orðinn mjög þéttur. Við gætum horft fram á einhvern skaða ef við fáum ekki hláku bráðum. Það er ekki víst að við séum komin þangað, en það er hætta á því og hún eykst eftir því sem þetta dregst lengur.“ „Við erum ekki með neinar lausnir við þessu, aðrar en að leggjast á bæn. Þetta er meira og minna um alla borg og þó við ættum einhver tæki sem mögulega virka, hef ég ekki trú á að það myndi gagnast svo raunhæft væri. Ég held að við eigum frekar að horfa á hvernig bregðast á við þessu þegar grasið kemur undan klakanum.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira