Píratar gagnrýna fríverslunarsamninginn við Kínverja Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2014 19:21 Birgitta Jónsdóttir er einn þriggja Pírata sem sitja á Alþingi. visir/vilhelm Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fríverslunarsamnings Íslendinga við Kínverja. Þar kemur fram að Píratar séu almennt hlynntir frjálsari viðskiptum en gagnrýna hinsvegar samþykkt fríverslunarsamnings við kommúnistastjórnina í Kína. Píratar vilja helst vekja athygli á eftirfarandi í ljósi þess að samningurinn var samþykktur nánast einhliða í þingsal í dag: 1. Hætta er á því að verktakar muni fljótt finna fyrir sambærilegum áhrifum og kollegar þeirra víðsvegar um heim þar sem svona samningar hefur verið samþykktir, með undirboðum á verkefni, kröfum um að kínverskir verkamenn, vegna meintrar sérhæfni; og miklum aukainnflutningi á hráefnum til að geta undirboðið enn frekar síðar. 2. Kínversk fyrirtæki ráða yfirleitt alltaf kínverskt verkafólk. 3. Afleiðingar sem samningurinn getur haft hér heima á auðlindavernd og á verkalýðs- og kjaramál, eins og ASÍ varaði við í umsögn sinni um samninginn til utanríkismálanefndar 4. Þingmenn Pírata harma hve litla umræðu samningurinn hefur fengið í þinginu sem og í fjölmiðlum. 5. Ljóst er að með samningum er Ísland að taka þátt í að einangra Taiwan enn frekar en umbótarsinnanum og fyrrverandi forseta landsins hefur verið komið fyrir í fangelsi og lönd eins og Kosta Ríka hafa snúið baki við Taiwan vegna hagstæðra samninga og háttsettir embættismenn þar í landi hafa viðurkennt að geta ekki lengur tjáð sig um mannréttindabrot Kína eins og hið friðsæla ríki gerði oft og tíðum áður en samningurinn var lögfestur. 6. Kína er með stærra sendiráð en öll önnur sendiráð til samans hérlendis. 7. LÍÚ þrýstu hve mest á að þessi samningur yrði samþykktur. Þingmenn Pírata vilja einnig vekja athygli á því, að þegar landsmenn fara að finna fyrir neikvæðum afleiðingum samningsins, þá verður aðild að ESB mögulega eina ráðið til að losna undan honum. Mögulega hefur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagt hér gildru fyrir andstæðinga ESB. Tíminn mun leiða það í ljós. Í ljósi viljayfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að nota samninginn til að þrýsta á bætt mannréttindi í Kína vilja þingmenn Pírata skora á ríkisstjórn Íslands að mótmæla nú þegar, með formlegum hætti, dómi yfir Xu Zhiyong, lagaprófessor við Pekingháskóla, líkt og Kanadamenn og Bandaríkjamenn hafa gert. Þá hvetja Píratar þingheim allan til að sameinast um og styðja tvö þingmál sem nýverið voru lögð fram á Alþingi. Annars vegar Þingsályktunartillögu um að beðist verði afsökunar á aðgerðum íslenskra stjórnvalda við þá iðkendur Falun Gong sem var meinuð landganga og meinað að nýta tjáningarfrelsi sitt á Íslandi í júní 2002 í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin, þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína; og hins vegar ályktun um fordæmingu Alþingis á mannréttindabrotum Kína gagnvart Tíbetsku þjóðinni. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fríverslunarsamnings Íslendinga við Kínverja. Þar kemur fram að Píratar séu almennt hlynntir frjálsari viðskiptum en gagnrýna hinsvegar samþykkt fríverslunarsamnings við kommúnistastjórnina í Kína. Píratar vilja helst vekja athygli á eftirfarandi í ljósi þess að samningurinn var samþykktur nánast einhliða í þingsal í dag: 1. Hætta er á því að verktakar muni fljótt finna fyrir sambærilegum áhrifum og kollegar þeirra víðsvegar um heim þar sem svona samningar hefur verið samþykktir, með undirboðum á verkefni, kröfum um að kínverskir verkamenn, vegna meintrar sérhæfni; og miklum aukainnflutningi á hráefnum til að geta undirboðið enn frekar síðar. 2. Kínversk fyrirtæki ráða yfirleitt alltaf kínverskt verkafólk. 3. Afleiðingar sem samningurinn getur haft hér heima á auðlindavernd og á verkalýðs- og kjaramál, eins og ASÍ varaði við í umsögn sinni um samninginn til utanríkismálanefndar 4. Þingmenn Pírata harma hve litla umræðu samningurinn hefur fengið í þinginu sem og í fjölmiðlum. 5. Ljóst er að með samningum er Ísland að taka þátt í að einangra Taiwan enn frekar en umbótarsinnanum og fyrrverandi forseta landsins hefur verið komið fyrir í fangelsi og lönd eins og Kosta Ríka hafa snúið baki við Taiwan vegna hagstæðra samninga og háttsettir embættismenn þar í landi hafa viðurkennt að geta ekki lengur tjáð sig um mannréttindabrot Kína eins og hið friðsæla ríki gerði oft og tíðum áður en samningurinn var lögfestur. 6. Kína er með stærra sendiráð en öll önnur sendiráð til samans hérlendis. 7. LÍÚ þrýstu hve mest á að þessi samningur yrði samþykktur. Þingmenn Pírata vilja einnig vekja athygli á því, að þegar landsmenn fara að finna fyrir neikvæðum afleiðingum samningsins, þá verður aðild að ESB mögulega eina ráðið til að losna undan honum. Mögulega hefur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagt hér gildru fyrir andstæðinga ESB. Tíminn mun leiða það í ljós. Í ljósi viljayfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að nota samninginn til að þrýsta á bætt mannréttindi í Kína vilja þingmenn Pírata skora á ríkisstjórn Íslands að mótmæla nú þegar, með formlegum hætti, dómi yfir Xu Zhiyong, lagaprófessor við Pekingháskóla, líkt og Kanadamenn og Bandaríkjamenn hafa gert. Þá hvetja Píratar þingheim allan til að sameinast um og styðja tvö þingmál sem nýverið voru lögð fram á Alþingi. Annars vegar Þingsályktunartillögu um að beðist verði afsökunar á aðgerðum íslenskra stjórnvalda við þá iðkendur Falun Gong sem var meinuð landganga og meinað að nýta tjáningarfrelsi sitt á Íslandi í júní 2002 í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin, þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína; og hins vegar ályktun um fordæmingu Alþingis á mannréttindabrotum Kína gagnvart Tíbetsku þjóðinni.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira