Getur reynst erfitt að fá nám metið hér Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. desember 2014 08:30 Barbara Kristvinsson og Leifur Bárðarson. Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“ Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira