Innlent

Kröfur "lýðskrumara“ hefðu hækkað þá hæstlaunuðustu enn meir

Þorgils Jónsson skrifar
Guðbrandur Einarsson
Guðbrandur Einarsson
Formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna sakar þá verkalýðsforingja sem talað hafa hæst gegn nýgerðum kjarasamningi um lýðskrum, enda hefði þeirra kröfugerð haft í för með sér enn frekari hækkun hæstu launa en raunin varð.

Á vef landssambandsins skrifar Guðbrandur Einarsson:

„Þeir kröfðust 7 prósenta almennrar hækkunar en við sömdum um 2,8 prósent. Þetta hefði þýtt að 500.000 kr. laun hefðu hækkað um 35.000 kr. en ekki 14.000 kr. og 1.000.000. kr. laun hefðu hækkað um 70.000 kr. en ekki 28.000 kr. eins og gerist í samningnum sem nú hefur verið undirritaður. Menn eru því ekki samkvæmir sjálfum sér þegar kemur að því að tala gegn þessum samningi.“

Guðbrandur bætir því við að sannarlega sé almenna hækkunin undir verðbólgumælingu síðustu tólf mánaða.

„Ef við hefðum hins vegar samið umfram þá verðbólgumælingu hefðum við verið að semja um viðvarandi verðbólgu og það viljum við ekki.“ Með þessu væri kaupmáttur aukinn, stöðugt verðlag væri tryggt og komið í veg fyrir miklar hækkanir á skuldum heimilanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×