Háskólamenntaðir krefjast launaleiðréttingar upp á um 200 þúsund krónur Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2014 11:42 Formaður BHM segir háskólamenntað fólk hafa flúið land á undanförnum árum. Verði launin hjá hinu opinbera ekki leiðrétt verulega muni flóttinn halda áfram. mynd/gva Formaður BHM segir þolinmæði háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera á þrotum og þeir krefjist verulegra leiðréttinga á sínum launum strax. Enn frekari landflótti muni hlaupa í háskólamenntað fólk hækki mánaðarlaunin ekki um allt að 200 þúsund krónur.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir staðreynd að laun háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera hafi dregist mikið aftur úr launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði og hafi munurinn á mánaðarlaununum verið um 200 þúsund krónur árið 2012. „Það sem við erum fyrst og fremst að benda á í dag er að millistéttin hefur setið hjá garði ansi lengi í auknum álögum og mjög litlum launaleiðréttingum. Þannig að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir leiðréttingar og það er markmið okkar í þessum kjaraviðræðum,“ segir formaður BHM. Guðlaug segir vinnuálagið hjá háskólamentuðum starfsmönnum hins opinbera einnig hafa verið gífurlega mikið undanfarin ár sem ekki hafi endurspeglast í laununum. „Það hefur verið gengið ansi lengi á þolgæði þessa hóps. Það er fyrirliggjandi atgervisflótti háskólamenntaðs fólks bæði frá hinu opinbera og úr landi. Þannig að það er beggja hagur að leiðrétta þessa stöðu og við erum til þjónustu reiðubúin að finna lausnir í því,“ segir Guðlaug. Kröfur BHM um leiðréttingar eru langt um meiri en þær hækkanir sem nýlega var samið um á almennum vinnumarkaði til skamms tíma, með það að markmiði að gera langtímasamning sem tryggi aukinn kaupmátt og stöðugleika. „Okkar fólk hefur ekki notið neinnrar sérstakrar verndar mörg síðustu ár og kjörin hafa verulega dregist aftur úr. Ísland þarf að horfa á það á næstu árum, að til að efla hagvöxt hér á landi þarf að byggja upp menntaðan vinnumarkað og við gerum það ekki með því að hafa láglaunaland fyrir háskólamenntað fólk,“ segir Guðlaug. Það væri misráðið að bæta ekki úr þessu þegar stefnt sé að uppbyggingu atvinnulífs sem byggi á tækniþekkingu og menntun. Forsenda langtímasamnings sé að stigið verði afgerandi skref til leiðréttingar launa háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. „Við höfum verið mjög þolinmóð og við höfum beðið mjög lengi og fólkið okkar er ekki lengur tilbúið í það. Það vill sjá leiðréttingar núna og þá getum við talað um framhaldið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Formaður BHM segir þolinmæði háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera á þrotum og þeir krefjist verulegra leiðréttinga á sínum launum strax. Enn frekari landflótti muni hlaupa í háskólamenntað fólk hækki mánaðarlaunin ekki um allt að 200 þúsund krónur.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir staðreynd að laun háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera hafi dregist mikið aftur úr launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði og hafi munurinn á mánaðarlaununum verið um 200 þúsund krónur árið 2012. „Það sem við erum fyrst og fremst að benda á í dag er að millistéttin hefur setið hjá garði ansi lengi í auknum álögum og mjög litlum launaleiðréttingum. Þannig að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir leiðréttingar og það er markmið okkar í þessum kjaraviðræðum,“ segir formaður BHM. Guðlaug segir vinnuálagið hjá háskólamentuðum starfsmönnum hins opinbera einnig hafa verið gífurlega mikið undanfarin ár sem ekki hafi endurspeglast í laununum. „Það hefur verið gengið ansi lengi á þolgæði þessa hóps. Það er fyrirliggjandi atgervisflótti háskólamenntaðs fólks bæði frá hinu opinbera og úr landi. Þannig að það er beggja hagur að leiðrétta þessa stöðu og við erum til þjónustu reiðubúin að finna lausnir í því,“ segir Guðlaug. Kröfur BHM um leiðréttingar eru langt um meiri en þær hækkanir sem nýlega var samið um á almennum vinnumarkaði til skamms tíma, með það að markmiði að gera langtímasamning sem tryggi aukinn kaupmátt og stöðugleika. „Okkar fólk hefur ekki notið neinnrar sérstakrar verndar mörg síðustu ár og kjörin hafa verulega dregist aftur úr. Ísland þarf að horfa á það á næstu árum, að til að efla hagvöxt hér á landi þarf að byggja upp menntaðan vinnumarkað og við gerum það ekki með því að hafa láglaunaland fyrir háskólamenntað fólk,“ segir Guðlaug. Það væri misráðið að bæta ekki úr þessu þegar stefnt sé að uppbyggingu atvinnulífs sem byggi á tækniþekkingu og menntun. Forsenda langtímasamnings sé að stigið verði afgerandi skref til leiðréttingar launa háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. „Við höfum verið mjög þolinmóð og við höfum beðið mjög lengi og fólkið okkar er ekki lengur tilbúið í það. Það vill sjá leiðréttingar núna og þá getum við talað um framhaldið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira