Innlent

Ofbeldismálum fjölgaði á Suðurnesjum

Þorgils Jónsson skrifar
mynd/vilhelm
Ofbeldisbrotum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fjölgaði mikið milli áranna 2012 og 2013.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að þessi þróun sé alvarlegust í kynferðisbrotum sem fjölgaði úr átján brotamálum árið 2012, þar af einu vændismáli, upp í 122 mál í fyrra, en þar af eru 67 vændismál. Aukning milli ára, að frátöldum vændismálunum, var 223,5 prósent.

Líkamsárásir voru 107 talsins árið 2012 en 126 í fyrra, sem er 17,6 prósenta aukning milli ára. Þá fjölgaði heimilisofbeldismálum um rúman fjórðung, úr 43 upp í 56 á síðastliðnu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×