Ekki skynsamlegt að kennarar leggi huglægt mat á nemendur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 23. janúar 2014 11:00 Menntamálaráðherra ætlar að láta endurskoða þá þætti nýrrar aðalnámskrár grunnskóla er lúta að mati á persónulegum þáttum og viðhorfum nemenda. Fréttablaðið/Stefán Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ætlar að láta endurskoða þá þætti nýrrar aðalnámskrár grunnskóla er lúta að mati á persónulegum þáttum og viðhorfum nemenda og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Svipaðar hugmyndir voru uppi varðandi framhaldsskólann en búið er að slá þær út af borðinu. „Ég hafna því að kennarar verði látnir gefa nemendum sem eru að útskrifast úr tíunda bekk einkunnir eða umsögn fyrir sjálfsmynd eða hvort kennarar telji þá hæfa til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Illugi. Hann segir að það sé ekki skynsamlegt að kennarar leggi huglægt mat á nemendur, þeir geti hins vegar gefið nemendum einkunnir fyrir færni. Aðalnámskráin er ekki ný af nálinni, hún var unnin í menntamálaráðuneytinu samkvæmt pólitískri forskrift fyrrverandi ríkisstjórnar. Þegar Illugi kom í ráðuneytið ákvað hann að fresta því um ár að sá hluti námskrárinnar er tekur til breytinga á einkunnakerfi, það er að gefa einkunnir í bókstöfum og að kennarar gefi skriflegt mat, taki gildi. Illugi bendir á að það eigi að sameina Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun og eitt af þeim stóru verkefnum sem nýja stofnunin fær er að þróa nýtt matskerfi fyrir grunnskólann. Það hafa verið skiptar skoðanir um nýju námskrána. Skólastjórnendur hafa sagt að það sé ekki á færi þeirra eða kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda. Í svipaðan streng taka samtökin Heimili og skóli, en Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir hins vegar að málið sé ekki svo einfalt að það sé hægt að vera alfarið með eða á móti nýrri aðalnámskrá grunnskólanna. Hún sé að mörgu leyti góð, en beri þess merki að vera samin eftir hrun þegar fólk fór almennt að velta fyrir sér siðferðilegum gildum og lýðræðislegum þáttum. „Það er hins vegar afar vandmeðfarið að ætla að fara að gefa einkunn fyrir slíka þætti og fella um leið dóma um persónuleika nemenda,“ segir Hrefna. Önnur skoðun er svo sú að kennarar geti lagt siðferðilegt mat á nemendur.Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, segir að það sé alltaf erfitt að leggja siðferðilegt mat á nemendur grunnskóla og gefa einkunnir fyrir þá þætti. „Nýrri námskrá er ætlað að mæla það sem ekki er hægt að mæla í prófum og sýna fram á að einstaklingurinn er annað og meira en það sem hægt er að mæla með hefðbundnu námsmati hvort sem það eru verkleg eða skrifleg próf.“ Guðbjörg segir að hugsunin sé sú að kennarar hvers nemanda ræði saman og komi sér saman um ákveðið mat og ákvarði einkunnir út frá því. Það sé þó afar tímafrekt. Að hennar mati væri betra að gefa skriflegar umsagnir um nemendur. „Hugsunin með námskránni er að koma fleiri þáttum inn í námsmatið og sýna fram á að nemendur geti staðið sig vel á öðrum sviðum en í hefðbundnum prófum. Það getur líka komið þeim nemendum til góða sem standa höllum fæti í hefðbundnu námi,“ segir Guðbjörg. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ætlar að láta endurskoða þá þætti nýrrar aðalnámskrár grunnskóla er lúta að mati á persónulegum þáttum og viðhorfum nemenda og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Svipaðar hugmyndir voru uppi varðandi framhaldsskólann en búið er að slá þær út af borðinu. „Ég hafna því að kennarar verði látnir gefa nemendum sem eru að útskrifast úr tíunda bekk einkunnir eða umsögn fyrir sjálfsmynd eða hvort kennarar telji þá hæfa til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Illugi. Hann segir að það sé ekki skynsamlegt að kennarar leggi huglægt mat á nemendur, þeir geti hins vegar gefið nemendum einkunnir fyrir færni. Aðalnámskráin er ekki ný af nálinni, hún var unnin í menntamálaráðuneytinu samkvæmt pólitískri forskrift fyrrverandi ríkisstjórnar. Þegar Illugi kom í ráðuneytið ákvað hann að fresta því um ár að sá hluti námskrárinnar er tekur til breytinga á einkunnakerfi, það er að gefa einkunnir í bókstöfum og að kennarar gefi skriflegt mat, taki gildi. Illugi bendir á að það eigi að sameina Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun og eitt af þeim stóru verkefnum sem nýja stofnunin fær er að þróa nýtt matskerfi fyrir grunnskólann. Það hafa verið skiptar skoðanir um nýju námskrána. Skólastjórnendur hafa sagt að það sé ekki á færi þeirra eða kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda. Í svipaðan streng taka samtökin Heimili og skóli, en Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir hins vegar að málið sé ekki svo einfalt að það sé hægt að vera alfarið með eða á móti nýrri aðalnámskrá grunnskólanna. Hún sé að mörgu leyti góð, en beri þess merki að vera samin eftir hrun þegar fólk fór almennt að velta fyrir sér siðferðilegum gildum og lýðræðislegum þáttum. „Það er hins vegar afar vandmeðfarið að ætla að fara að gefa einkunn fyrir slíka þætti og fella um leið dóma um persónuleika nemenda,“ segir Hrefna. Önnur skoðun er svo sú að kennarar geti lagt siðferðilegt mat á nemendur.Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, segir að það sé alltaf erfitt að leggja siðferðilegt mat á nemendur grunnskóla og gefa einkunnir fyrir þá þætti. „Nýrri námskrá er ætlað að mæla það sem ekki er hægt að mæla í prófum og sýna fram á að einstaklingurinn er annað og meira en það sem hægt er að mæla með hefðbundnu námsmati hvort sem það eru verkleg eða skrifleg próf.“ Guðbjörg segir að hugsunin sé sú að kennarar hvers nemanda ræði saman og komi sér saman um ákveðið mat og ákvarði einkunnir út frá því. Það sé þó afar tímafrekt. Að hennar mati væri betra að gefa skriflegar umsagnir um nemendur. „Hugsunin með námskránni er að koma fleiri þáttum inn í námsmatið og sýna fram á að nemendur geti staðið sig vel á öðrum sviðum en í hefðbundnum prófum. Það getur líka komið þeim nemendum til góða sem standa höllum fæti í hefðbundnu námi,“ segir Guðbjörg.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira