Börn missa ekki pláss vegna fjárhagserfiðleika foreldra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2014 10:34 Borgin vísar engum börnum úr röðinni eftir skólamáltíð, sama hver skuldastaða foreldra er. Vísir/Pjetur „Það er engin þöggun í gangi. Svar til Sóleyjar er líklega komið til hennar núna, það fór með útsendum gögnum fyrir borgarráðsfund sem er í dag,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um þau orð Sóleyjar Tómasdóttur að meirihlutinn þaggi niður óþægileg mál. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Sóley væri búin að bíða í marga mánuði eftir svari frá meirihluta borgarstjórnar um misræmið sem er á innheimtureglum um skólamáltíðir annars vegar og leikskóla- og frístundapláss hins vegar, en þaðan hefur börnum verið vísað frá ef um vangoldnar skuldir foreldra eru að ræða. Börnum er aftur á móti aldrei vísað frá skólamáltíðum. Sóley kallar eftir samræmi í innheimtureglum þegar kemur að grunnþjónustu við börn og vill að reglan sé sú að í engum tilfellum sé börnum vísað frá, sama hvað foreldrar skulda mikið.Dagur B. Eggertsson„Við vísum engu barni úr röð eftir skólamáltíð,“ segir Dagur. „En í örfáum tilfellum er börnum sagt upp leikskóla- eða frístundaplássi. Nýlega var reglunum breytt til að tryggja að það sé ekki gert vegna efnahags foreldra.“ Hann segir borgina vilja gera allt til að styðja fjölskyldurnar. „Við viljum ekki vísa börnum frá og gerum það ekki vegna fjárhagserfiðleika foreldra. Í þeim örfáu tilfellum sem barni er vísað frá þá er ekki um foreldra í greiðsluvanda að ræða heldur er hreinlega ekki greiðsluvilji til staðar. Það er heldur ekki vilji til að þiggja aðstoð eða það eru ekki forsendur fyrir hendi um að foreldrarnir fái aðstoð.“ Dagur tekur fram að greiðslur vegna þjónustugjalda berist í 97-98 prósentum tilfella og því sé um lítinn hóp að ræða sem skuldar gjöld. „Nýlega var búinn til verkferill sem tryggir að betur sé tekið á málum fjölskyldna sem eru í greiðsluvanda. Við viljum koma til móts við þessar fjölskyldur, aðstoða þær og grípa inn í áður en vandinn hleðst upp og verður óviðráðanlegur.“ Foreldrum í greiðsluvanda er boðið í viðtal hjá ráðgjöfum þjónustumiðstöðva þar sem farið er yfir fjármál fjölskyldunnar. „Í flestum tilfellum finnst lausn á málunum og því ekki þörf á að grípa til aðgerða. En svo eru það þessi örfáu tilfelli þar sem samstarfsvilji er ekki fyrir hendi og þá getum við ekki útilokað að grípa þurfi til þess að vísa barni frá þjónustunni.“ Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
„Það er engin þöggun í gangi. Svar til Sóleyjar er líklega komið til hennar núna, það fór með útsendum gögnum fyrir borgarráðsfund sem er í dag,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um þau orð Sóleyjar Tómasdóttur að meirihlutinn þaggi niður óþægileg mál. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Sóley væri búin að bíða í marga mánuði eftir svari frá meirihluta borgarstjórnar um misræmið sem er á innheimtureglum um skólamáltíðir annars vegar og leikskóla- og frístundapláss hins vegar, en þaðan hefur börnum verið vísað frá ef um vangoldnar skuldir foreldra eru að ræða. Börnum er aftur á móti aldrei vísað frá skólamáltíðum. Sóley kallar eftir samræmi í innheimtureglum þegar kemur að grunnþjónustu við börn og vill að reglan sé sú að í engum tilfellum sé börnum vísað frá, sama hvað foreldrar skulda mikið.Dagur B. Eggertsson„Við vísum engu barni úr röð eftir skólamáltíð,“ segir Dagur. „En í örfáum tilfellum er börnum sagt upp leikskóla- eða frístundaplássi. Nýlega var reglunum breytt til að tryggja að það sé ekki gert vegna efnahags foreldra.“ Hann segir borgina vilja gera allt til að styðja fjölskyldurnar. „Við viljum ekki vísa börnum frá og gerum það ekki vegna fjárhagserfiðleika foreldra. Í þeim örfáu tilfellum sem barni er vísað frá þá er ekki um foreldra í greiðsluvanda að ræða heldur er hreinlega ekki greiðsluvilji til staðar. Það er heldur ekki vilji til að þiggja aðstoð eða það eru ekki forsendur fyrir hendi um að foreldrarnir fái aðstoð.“ Dagur tekur fram að greiðslur vegna þjónustugjalda berist í 97-98 prósentum tilfella og því sé um lítinn hóp að ræða sem skuldar gjöld. „Nýlega var búinn til verkferill sem tryggir að betur sé tekið á málum fjölskyldna sem eru í greiðsluvanda. Við viljum koma til móts við þessar fjölskyldur, aðstoða þær og grípa inn í áður en vandinn hleðst upp og verður óviðráðanlegur.“ Foreldrum í greiðsluvanda er boðið í viðtal hjá ráðgjöfum þjónustumiðstöðva þar sem farið er yfir fjármál fjölskyldunnar. „Í flestum tilfellum finnst lausn á málunum og því ekki þörf á að grípa til aðgerða. En svo eru það þessi örfáu tilfelli þar sem samstarfsvilji er ekki fyrir hendi og þá getum við ekki útilokað að grípa þurfi til þess að vísa barni frá þjónustunni.“
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira