Börn missa ekki pláss vegna fjárhagserfiðleika foreldra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2014 10:34 Borgin vísar engum börnum úr röðinni eftir skólamáltíð, sama hver skuldastaða foreldra er. Vísir/Pjetur „Það er engin þöggun í gangi. Svar til Sóleyjar er líklega komið til hennar núna, það fór með útsendum gögnum fyrir borgarráðsfund sem er í dag,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um þau orð Sóleyjar Tómasdóttur að meirihlutinn þaggi niður óþægileg mál. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Sóley væri búin að bíða í marga mánuði eftir svari frá meirihluta borgarstjórnar um misræmið sem er á innheimtureglum um skólamáltíðir annars vegar og leikskóla- og frístundapláss hins vegar, en þaðan hefur börnum verið vísað frá ef um vangoldnar skuldir foreldra eru að ræða. Börnum er aftur á móti aldrei vísað frá skólamáltíðum. Sóley kallar eftir samræmi í innheimtureglum þegar kemur að grunnþjónustu við börn og vill að reglan sé sú að í engum tilfellum sé börnum vísað frá, sama hvað foreldrar skulda mikið.Dagur B. Eggertsson„Við vísum engu barni úr röð eftir skólamáltíð,“ segir Dagur. „En í örfáum tilfellum er börnum sagt upp leikskóla- eða frístundaplássi. Nýlega var reglunum breytt til að tryggja að það sé ekki gert vegna efnahags foreldra.“ Hann segir borgina vilja gera allt til að styðja fjölskyldurnar. „Við viljum ekki vísa börnum frá og gerum það ekki vegna fjárhagserfiðleika foreldra. Í þeim örfáu tilfellum sem barni er vísað frá þá er ekki um foreldra í greiðsluvanda að ræða heldur er hreinlega ekki greiðsluvilji til staðar. Það er heldur ekki vilji til að þiggja aðstoð eða það eru ekki forsendur fyrir hendi um að foreldrarnir fái aðstoð.“ Dagur tekur fram að greiðslur vegna þjónustugjalda berist í 97-98 prósentum tilfella og því sé um lítinn hóp að ræða sem skuldar gjöld. „Nýlega var búinn til verkferill sem tryggir að betur sé tekið á málum fjölskyldna sem eru í greiðsluvanda. Við viljum koma til móts við þessar fjölskyldur, aðstoða þær og grípa inn í áður en vandinn hleðst upp og verður óviðráðanlegur.“ Foreldrum í greiðsluvanda er boðið í viðtal hjá ráðgjöfum þjónustumiðstöðva þar sem farið er yfir fjármál fjölskyldunnar. „Í flestum tilfellum finnst lausn á málunum og því ekki þörf á að grípa til aðgerða. En svo eru það þessi örfáu tilfelli þar sem samstarfsvilji er ekki fyrir hendi og þá getum við ekki útilokað að grípa þurfi til þess að vísa barni frá þjónustunni.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Það er engin þöggun í gangi. Svar til Sóleyjar er líklega komið til hennar núna, það fór með útsendum gögnum fyrir borgarráðsfund sem er í dag,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um þau orð Sóleyjar Tómasdóttur að meirihlutinn þaggi niður óþægileg mál. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Sóley væri búin að bíða í marga mánuði eftir svari frá meirihluta borgarstjórnar um misræmið sem er á innheimtureglum um skólamáltíðir annars vegar og leikskóla- og frístundapláss hins vegar, en þaðan hefur börnum verið vísað frá ef um vangoldnar skuldir foreldra eru að ræða. Börnum er aftur á móti aldrei vísað frá skólamáltíðum. Sóley kallar eftir samræmi í innheimtureglum þegar kemur að grunnþjónustu við börn og vill að reglan sé sú að í engum tilfellum sé börnum vísað frá, sama hvað foreldrar skulda mikið.Dagur B. Eggertsson„Við vísum engu barni úr röð eftir skólamáltíð,“ segir Dagur. „En í örfáum tilfellum er börnum sagt upp leikskóla- eða frístundaplássi. Nýlega var reglunum breytt til að tryggja að það sé ekki gert vegna efnahags foreldra.“ Hann segir borgina vilja gera allt til að styðja fjölskyldurnar. „Við viljum ekki vísa börnum frá og gerum það ekki vegna fjárhagserfiðleika foreldra. Í þeim örfáu tilfellum sem barni er vísað frá þá er ekki um foreldra í greiðsluvanda að ræða heldur er hreinlega ekki greiðsluvilji til staðar. Það er heldur ekki vilji til að þiggja aðstoð eða það eru ekki forsendur fyrir hendi um að foreldrarnir fái aðstoð.“ Dagur tekur fram að greiðslur vegna þjónustugjalda berist í 97-98 prósentum tilfella og því sé um lítinn hóp að ræða sem skuldar gjöld. „Nýlega var búinn til verkferill sem tryggir að betur sé tekið á málum fjölskyldna sem eru í greiðsluvanda. Við viljum koma til móts við þessar fjölskyldur, aðstoða þær og grípa inn í áður en vandinn hleðst upp og verður óviðráðanlegur.“ Foreldrum í greiðsluvanda er boðið í viðtal hjá ráðgjöfum þjónustumiðstöðva þar sem farið er yfir fjármál fjölskyldunnar. „Í flestum tilfellum finnst lausn á málunum og því ekki þörf á að grípa til aðgerða. En svo eru það þessi örfáu tilfelli þar sem samstarfsvilji er ekki fyrir hendi og þá getum við ekki útilokað að grípa þurfi til þess að vísa barni frá þjónustunni.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira