Innlent

Sonurinn lá látinn í herbergi í sex daga yfir jólin

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Minningagrein um Arnar Óla birtist í Morgunblaðinu í dag.
Minningagrein um Arnar Óla birtist í Morgunblaðinu í dag.
„Sannleikurinn er að Arnar Óli fannst ekki fyrr en 30. desember. Með foreldra sína búsetta í Noregi og reglur, sem gera það ókleift að fá nauðsynlega hjálp, liggur sonur okkar dáinn í herbergi miðsvæðis í Reykjavík meðan aðrir njóta jólamáltíðarinnar í faðmi fjölskyldunnar.“ Þetta kemur fram í minningargrein um Arnar Óla Bjarnason í Morgunblaðinu í dag. Þessi orð ritar faðir Arnars Óla.

Í greininni gagnrýnir faðirinn ýmislegt í aðdraganda andláts Arnars Óla. „Sonur minn er týndur og enginn veit hvar hann er. Það eru liðnir margir dagar en lögreglan vill ekki lýsa eftir honum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Mamma hans hringir í lögregluna til að biðja um hjálp. Hann er jú eiturlyfjaneytandi og þá má maður bara reikna með að hann geti horfið og verið í burtu í einhverja daga. Það verða að líða sex dagar frá því að hann hverfur þangað til við lýsum eftir honum. Þeir sem skrifuðu þessar reglur vita ekki hvernig það er að týna barninu sínu.“

Faðirinn lýsir vel hversu erfitt ástandið var. „Aldrei hefur klukkan gengið svo hægt. Aldrei hefur fjarlægðin frá Noregi heim til Íslands verið svo mikil. Aldrei áður hefur ég verið svo hjálparlaus.“

Faðirinn spyr ýmissa spurninga í greininni og segir marga þjóðfélagsþegna gleymast. „Eitthvað hefur gerst í þjóðfélaginu okkar sem er ekki rétt. Erum við búin að gleyma verðmætunum sem sköpuðu landið okkar? Eigum við ekki að Elska náungann? Það eru svo ótrúlega margir sem ganga um göturnar á meðal okkar sem við helst viljum ekki sjá. Við reynum að líta í aðra átt þegar við mætum þeim og það sama gera þeir sem stjórna landinu okkkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×