60 þúsund „burpees“ til minningar um látna vinkonu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. janúar 2014 11:59 Dagný æfði af kappi í Crossfit Hengli í Hveragerði. „Við tókum alls 47355 „burpees“ til minningar um Dagnýju,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir einn þjálfara hjá Crossfit Hengli, í Hveragerði. María og hinir þjálfararnir hjá Hengli fengu þá hugmynd að minnast Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur sem lést í bílslysi í desember. Dagný Ösp var dugleg að æfa Crossfit, stundaði það af kappi á stöðinni. Crossfittarar í Hveragerði framkvæmdu tuttugu og eina „burpees“ æfingu á dag í 21 dag, því Dagný var 21 árs þegar hún lést. Dugnaður þeirra í Hveragerði spurðist út og í gær ákváðu enn fleiri að framkvæma þessa erfiðu æfingu. „Í gær fréttu fleiri stöðvar af þessu og fullt af fólki var með í þessu átaki. Við erum ekki með jafn nákvæma talningu yfir hversu mörg „burpees“ voru framvkæmd, en þetta var eitthvað í kringum 15 þúsund, á einum degi. Fimleikafélagið Gerpla tók líka þátt í þessu með okkur, þær gerðu 315 stykki og tóku heljarstökk á milli,“ útskýrir María Rún og því ljóst að æfingarnar eru orðnar vel yfir 60 þúsund, sem gerðar hafa verið í minningu Dagnýjar. Hún segir einstaklega góða samstöðu hafa myndast í þessu átaki hjá þeim í Hengli. „Yfirleitt þegar svona átak er í gangi er fólk að gera „burpees“ hvert í sínu horni. En í þessu átaki voru allir nánast alltaf allir saman. Ef fólk komst ekki þá gerði þetta samt heima en ég tók eftir því að fólk lagði mikið á sig til þess að vera með og mættu bara með börnin með sér á æfingar,“ segir María. Á afmæli Dagnýjar, þann 20. janúar, bættu Crossfittararnir svo í og fjölguðu „burpees“ æfingum upp í 22, því Dagný hefði orðið 22 ára þann dag. María Rún reiknar með því að þetta verði að árlegu átaki hjá þeim í Hengli. „Við bjuggum líka til æfingu sem heitir Dagný á afmælisdaginn hennar. Svona viljum við minnast þessarar duglegu og yndislegu vinkonu,“ segir María. Í myndbandinu hér að neðan geta lesendur glöggvað sig á hvernig „burpees“ æfing er framkvæmd. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Við tókum alls 47355 „burpees“ til minningar um Dagnýju,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir einn þjálfara hjá Crossfit Hengli, í Hveragerði. María og hinir þjálfararnir hjá Hengli fengu þá hugmynd að minnast Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur sem lést í bílslysi í desember. Dagný Ösp var dugleg að æfa Crossfit, stundaði það af kappi á stöðinni. Crossfittarar í Hveragerði framkvæmdu tuttugu og eina „burpees“ æfingu á dag í 21 dag, því Dagný var 21 árs þegar hún lést. Dugnaður þeirra í Hveragerði spurðist út og í gær ákváðu enn fleiri að framkvæma þessa erfiðu æfingu. „Í gær fréttu fleiri stöðvar af þessu og fullt af fólki var með í þessu átaki. Við erum ekki með jafn nákvæma talningu yfir hversu mörg „burpees“ voru framvkæmd, en þetta var eitthvað í kringum 15 þúsund, á einum degi. Fimleikafélagið Gerpla tók líka þátt í þessu með okkur, þær gerðu 315 stykki og tóku heljarstökk á milli,“ útskýrir María Rún og því ljóst að æfingarnar eru orðnar vel yfir 60 þúsund, sem gerðar hafa verið í minningu Dagnýjar. Hún segir einstaklega góða samstöðu hafa myndast í þessu átaki hjá þeim í Hengli. „Yfirleitt þegar svona átak er í gangi er fólk að gera „burpees“ hvert í sínu horni. En í þessu átaki voru allir nánast alltaf allir saman. Ef fólk komst ekki þá gerði þetta samt heima en ég tók eftir því að fólk lagði mikið á sig til þess að vera með og mættu bara með börnin með sér á æfingar,“ segir María. Á afmæli Dagnýjar, þann 20. janúar, bættu Crossfittararnir svo í og fjölguðu „burpees“ æfingum upp í 22, því Dagný hefði orðið 22 ára þann dag. María Rún reiknar með því að þetta verði að árlegu átaki hjá þeim í Hengli. „Við bjuggum líka til æfingu sem heitir Dagný á afmælisdaginn hennar. Svona viljum við minnast þessarar duglegu og yndislegu vinkonu,“ segir María. Í myndbandinu hér að neðan geta lesendur glöggvað sig á hvernig „burpees“ æfing er framkvæmd.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira