Kalla þurfti á slökkvilið til þess að ná konu úr bifreið
Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Eins og hér sést var bifreiðin í talsverðum halla.VÍSIR/VILHELM
Bifreið rann útaf vegi og í gegnum grindverk við Akrabraut í Garðabæ um klukkan átta í kvöld. Ökumaðurinn sem var kona er lítið slösuð en var þó flutt á slysadeild til aðhlynningar samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Bifreiðin var óstöðug í brekkunni þar sem hún endaði og þurfti því að kalla til dælubíl slökkviliðsins. Bifreiðin var fest við dælubílinn áður en konunni var náð út bifreiðinni en hætta var á að bifreiðin myndi renna niður áfram og jafnvel velta.
Slökkviliðið náði konunni út úr bifreiðinni, hún er lítið slösuð.VÍSIR/VILHELM