Innlent

Skíðasvæði landsins víða opin

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Í dag fer fram alþjóðlegur snjódagur og verður mikið fjör á skíðasvæðum landsins. Opið verður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum frá klukkan 10-17 en þar verður boðið upp á fría skíðakennslu, gönguskíðakennslu á milli kl. 13-15, plötusnúður þeytir skífum og verður heitt kakó í boði fyrir gesti. 

Þá er einnig opið í Hlíðarfjalli á Akureyri á milli klukkan 10 og 16 og er skíðafærið fyrir norðan gott. Frítt verður í lyfturnar fyrir börn og veitir skíðaleigan afslátt og skíðaiðkendur frá SKA eru með kennslu fyrir byrjendur og gefa þau öllum heitt kakó. 

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar er einnig opið í dag. Latabæjarbrekkan er opin, frítt er inn á svæðið og léttar veitingar í boði fyrir þá sem kíkja í brekkurnar. 

Skíðasvæðið í Tindastól verður opið frá 11-16 í dag og er mikill og góður snjór um allt fjall. Þar geta þeir sem eru 12 ára og yngri einnig gætt sér á fríu kakói.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×