Innlent

Móðir myrti börn sín er hún fór með særingar

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Skjáskot
Hin 28 ára Zakieya L. Avery, og vinkona hennar Monifa Sanford, myrtu tvö börn Zakieyu og særðu tvö börn hennar til viðbótar í Maryland á föstudag þegar þær reyndu að fæla burt illa anda með svokallaðri „særingu“. Þær hafa nú verið ákærðar fyrir morð og tilraun til manndráps.

Lögreglan segir að vettvangur glæpsins hafi verið mjög ógeðfelldur en talið er að ráðist hafi verið á börnin á meðan þau sváfu í rúmum sínum.

Nágranni Zakieyu hafði samband við lögreglu þegar hann sá blóðugan hníf við hlið bíls í innkeyrslu hennar en þegar betur var að gáð var bíllinn alblóðugur að innan.

Nánar má lesa um málið á Sky News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×