Innlent

Frambjóðendur Samfylkingar í Hafnarfirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frambjóðendur Samfylkingar í Hafnarfirði.
Frambjóðendur Samfylkingar í Hafnarfirði.
Framboðsfrestur vegna flokksvals Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem haldið verður dagana 14.- 15. febrúar næstkomandi rann út föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn.

Alls buðu sig fram 14 frambjóðendur, 5 konur og 9 karlar. Elsti frambjóðandinn er á 70. aldursári en sá yngsti 18 ára.

Eftirtaldir frambjóðendur buðu sig fram:

Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari 2. – 3. sæti.

Björn Bergsson, félagsfræðikennari 4. sæti.  

Eva Lín Vilhjálmsdóttir, nemi 4. - 5. sæti.  

Eyjólfur Þór Sæmundsson, verkfræðingur MBA/bæjarfulltrúi 1. – 3. sæti.  

Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur/leikstjóri 4. sæti.  

Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri 5. - 6. sæti.  

Gunnar Axel Axelsson, viðskiptafræðingur/form. bæjarráðs 1. sæti.  

Gunnar Þór Sigurjónsson, kerfisstjóri 3. - 5. sæti.

Gylfi Ingvarsson, vélvirki 3. - 6. sæti.  

Hafsteinn Eggertsson, húsasmiður 1 – 3. sæti.

Jón Grétar Þórsson, æskulýðsstarfsmaður 4. sæti.

Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi 1. - 2. sæti.  

Ófeigur Friðriksson, viðskiptastjóri 2. - 4. sæti.  

Sóley Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi/sérkennari  2. - 3. sæti.

Samfylkingin hefur á að skipa 5 fulltrúum af 11 í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúarnir Lúðvík Geirsson og Sigríður Björk Jónsdóttir höfðu áður tilkynnt að þau myndu láta af störfum sem bæjarfulltrúar á komandi vori.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×