Fótbolti

Wales frumsýnir nýjan búning gegn Íslandi

Bale og Ramsey í nýja búningnum.
Bale og Ramsey í nýja búningnum.
Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í knattspyrnu þann 5. mars næstkomandi. Walesverjar ætla að gera sér lítið fyrir og frumsýna nýjan landsliðsbúning í leiknum.

Dýrasti knattspyrnumaður heims, Gareth Bale, var fenginn til þess að auglýsa búninginn ásamt Aaron Ramsey, leikmanni Arsenal.

Búningurinn fer í sölu í dag og vonast forkólfar velska knattspyrnusambandsins eftir því að sjá sem flesta í stúkunni í mars í nýja búningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×