Fótbolti

Tvær vítaspyrnur Ronaldo afgreiddu nágrannana snemma leiks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale fiskar hér seinna víti Real Madrid í kvöld.
Gareth Bale fiskar hér seinna víti Real Madrid í kvöld. Vísir/Getty
Real Madrid er komið áfram í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Atlético Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna í kvöld.

Leikurinn í kvöld fór fram á heimavelli Atlético Madrid en Real Madrid mætti með 3-0 forskot frá því úr fyrri leiknum á Santiago Bernabéu. Real Madrid vann því samanlagt 5-0 sem er athyglisverð niðurstaða þar sem þau eiga í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn.

Cristiano Ronaldo gerði út um leikinn í upphafi með því að skora úr tveimur vítaspyrnum á fyrstu sextán mínútunum. Ronaldo fékk þá fyrri á 7. mínútu en Gareth Bale þá síðari á 16. mínútu.

Real Madrid mætir annaðhvort  Barcelona eða Real Sociedad í úrslitaleiknum en seinni leikur Barca og Sociedad fer fram á morgun. Börsungar unnu fyrri leikinn 2-0 á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×