Gleymdi hjálminum í bílnum og lífið breyttist Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2014 11:17 Fyrir fjórum árum lenti Margrét Stefánsdóttir í hjólreiðaslysi sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar og fjölskyldu. 13. maí árið 2011 er dagur sem fjölskylda Margrétar mun seint gleyma en slysið varð á Skálholtsstíg rétt ofan við Fríkirkjuveg. „Hún var nýbúinn að kaupa sér nýtt hjól og fór að heimsækja vinkonu sína. Hún gleymdi hjálminum í bílnum og leiðinni heim frá vinkonu sinni á hún víst að hafa dottið, þótt enginn viti í raun hvað gerðist í raun og veru,“ segir Margrét Helga Weisshappel, frænka Margrétar, í þættinum Ísland í dag.Margrét Helga Weisshappel.visir/skjáskotEnginn vitni urðu að slysinu en það varð Margréti til happs að vegfarendur komu að henni og hringdu á sjúkrabíl. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landsspítalans þar sem kom í ljós að hún hafði hlotið alvarlega höfuðáverka. Margrét lá á spítalanum í um tvö mánuði, fór svo á Grensásdeild og þaðan sjálfsbjargarheimilið í Hátúni. „Hún strauk þaðan. Hún fær sér stundum sígarettu og fékk þá að lauma sér út. Síðan er allt í einu hringt í fjölskylduna og okkur sagt að hún sé horfin,“ segir Margrét. Margrét segir að lögreglan hafi fengið símtal þegar það hafði sést til hennar á Klambratúni. „Við finnum hana síðan bara á Meistaravöllum, rétt hjá heimili hennar. Þetta voru greinilega mjög skýr skilaboð frá henni að hún vildi ekki vera þarna, hún vildi komast heim til sín.“visir/skjáskotMargrét starfaði sem kennari við Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í um tuttugu og fimm ár og var vel liðin á meðal nemenda og samkennara sinna. „Hún var rosa vinsæll kennari og allir elskuðu hana. Ég man þegar ég var í Melaskóla langaði mig alltaf að hún væri kennari minn. Hún var uppáhalds frænka mín og er, þó hún sé aðeins öðruvísi.“ Margrét yngri gerði fyrir nokkrum árum myndband um frænku sína og um þær afleiðingar sem slysið hafði. „Ég var í myndlistarskólanum í Reykjavík og við áttum að gera þriggja mínútna myndband um eitthvað sem skipti okkur máli. Mesta ástæðan fyrir myndbandinu var kannski að fá fólk til að nota hjálm og sýna þeim mögulegar afleiðingar ef fólk gerði það ekki,“ segir Margrét en sú eldri er í dag bundin við hjólastól. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira
Fyrir fjórum árum lenti Margrét Stefánsdóttir í hjólreiðaslysi sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar og fjölskyldu. 13. maí árið 2011 er dagur sem fjölskylda Margrétar mun seint gleyma en slysið varð á Skálholtsstíg rétt ofan við Fríkirkjuveg. „Hún var nýbúinn að kaupa sér nýtt hjól og fór að heimsækja vinkonu sína. Hún gleymdi hjálminum í bílnum og leiðinni heim frá vinkonu sinni á hún víst að hafa dottið, þótt enginn viti í raun hvað gerðist í raun og veru,“ segir Margrét Helga Weisshappel, frænka Margrétar, í þættinum Ísland í dag.Margrét Helga Weisshappel.visir/skjáskotEnginn vitni urðu að slysinu en það varð Margréti til happs að vegfarendur komu að henni og hringdu á sjúkrabíl. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landsspítalans þar sem kom í ljós að hún hafði hlotið alvarlega höfuðáverka. Margrét lá á spítalanum í um tvö mánuði, fór svo á Grensásdeild og þaðan sjálfsbjargarheimilið í Hátúni. „Hún strauk þaðan. Hún fær sér stundum sígarettu og fékk þá að lauma sér út. Síðan er allt í einu hringt í fjölskylduna og okkur sagt að hún sé horfin,“ segir Margrét. Margrét segir að lögreglan hafi fengið símtal þegar það hafði sést til hennar á Klambratúni. „Við finnum hana síðan bara á Meistaravöllum, rétt hjá heimili hennar. Þetta voru greinilega mjög skýr skilaboð frá henni að hún vildi ekki vera þarna, hún vildi komast heim til sín.“visir/skjáskotMargrét starfaði sem kennari við Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í um tuttugu og fimm ár og var vel liðin á meðal nemenda og samkennara sinna. „Hún var rosa vinsæll kennari og allir elskuðu hana. Ég man þegar ég var í Melaskóla langaði mig alltaf að hún væri kennari minn. Hún var uppáhalds frænka mín og er, þó hún sé aðeins öðruvísi.“ Margrét yngri gerði fyrir nokkrum árum myndband um frænku sína og um þær afleiðingar sem slysið hafði. „Ég var í myndlistarskólanum í Reykjavík og við áttum að gera þriggja mínútna myndband um eitthvað sem skipti okkur máli. Mesta ástæðan fyrir myndbandinu var kannski að fá fólk til að nota hjálm og sýna þeim mögulegar afleiðingar ef fólk gerði það ekki,“ segir Margrét en sú eldri er í dag bundin við hjólastól.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira