Vill að ungir strákar með ADHD tjái sig í dansi 1. september 2014 09:44 Guðmundur fékk útrás í dansinum. Fréttablaðið/Andri Marinó „Ég er sjálfur lesblindur með athyglisbrest og allan pakkann. Skóli var helvíti fyrir mig. Ég faldi mig bak við her af vinum, sem voru eiginlega allir haldnir sömu vandamálum. Svo fékk ég útrás í dansinum,“ segir Guðmundur Elías Knudsen sem hefur í samvinnu við Klifið, skapandi fræðslusetur, þróað námskeiðið Hreyfismiðjan fyrir stráka á aldrinum 13-16 ára sem eru með ADHD, athyglisbrest eða ofvirkni. Guðmundur byggir námskeiðið upp á eigin reynslu. „Ég upplifði mikla reiði á unglingsárum vegna þess að ég féll ekki inn í boxið. Í menntaskóla var svo skorað á mig að mæta í ballet og ég ákvað upp á grínið að mæta. Eftir fyrsta tímann varð ekki aftur snúið,“ útskýrir Guðmundur Elías. Hann hóf svo nám við Listdansskóla Íslands, en eftir það flutti hann sig til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem. Guðmundur Elías leggur um þessar mundir stund á meistaranám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og verður Hreyfismiðjan hluti af meistaraverkefni hans. „Ef ég hefði haft eitthvað svona þegar ég var á þessum aldri hefði kannski meira orðið úr manni en fátækur listamaður,“ segir Guðmundur Elías og hlær. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og líkamsímynd strákanna sem taka þátt. Að sögn Guðmundar verður unnið með líkamsmeðvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og reiði.Uppeldi barna og unglinga með ADHD Uppeldi barna og unglinga með ADHD er oft krefjandi og reynir því töluvert á bæði foreldra og aðra, til dæmis kennara. Góð sjálfsímynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að börnin bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi.Börn og unglingar læra ekki af skömmum og neikvæðu viðmóti. Þetta brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð.Mikilvægt er að leita eftir sterkum hliðum en ekki að einblína á veikleika. Börn og unglingar með ADHD þurfa skýra ramma í uppeldinu, fáar en einfaldar reglur og ótvíræð og einföld fyrirmæli sem fylgt er eftir.Fyrst og fremst þarf þó jákvætt viðmót, hrós og viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Skilningur á eðli ADHD og samvinna þeirra sem umgangast barnið eða unglinginn, hvort sem það er heima eða utan heimilis, í skóla eða leikskóla eða í tómstundastarfi, er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandann og skapa þeim og fjölskyldum þeirra gott líf. Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
„Ég er sjálfur lesblindur með athyglisbrest og allan pakkann. Skóli var helvíti fyrir mig. Ég faldi mig bak við her af vinum, sem voru eiginlega allir haldnir sömu vandamálum. Svo fékk ég útrás í dansinum,“ segir Guðmundur Elías Knudsen sem hefur í samvinnu við Klifið, skapandi fræðslusetur, þróað námskeiðið Hreyfismiðjan fyrir stráka á aldrinum 13-16 ára sem eru með ADHD, athyglisbrest eða ofvirkni. Guðmundur byggir námskeiðið upp á eigin reynslu. „Ég upplifði mikla reiði á unglingsárum vegna þess að ég féll ekki inn í boxið. Í menntaskóla var svo skorað á mig að mæta í ballet og ég ákvað upp á grínið að mæta. Eftir fyrsta tímann varð ekki aftur snúið,“ útskýrir Guðmundur Elías. Hann hóf svo nám við Listdansskóla Íslands, en eftir það flutti hann sig til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem. Guðmundur Elías leggur um þessar mundir stund á meistaranám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og verður Hreyfismiðjan hluti af meistaraverkefni hans. „Ef ég hefði haft eitthvað svona þegar ég var á þessum aldri hefði kannski meira orðið úr manni en fátækur listamaður,“ segir Guðmundur Elías og hlær. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og líkamsímynd strákanna sem taka þátt. Að sögn Guðmundar verður unnið með líkamsmeðvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og reiði.Uppeldi barna og unglinga með ADHD Uppeldi barna og unglinga með ADHD er oft krefjandi og reynir því töluvert á bæði foreldra og aðra, til dæmis kennara. Góð sjálfsímynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að börnin bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi.Börn og unglingar læra ekki af skömmum og neikvæðu viðmóti. Þetta brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð.Mikilvægt er að leita eftir sterkum hliðum en ekki að einblína á veikleika. Börn og unglingar með ADHD þurfa skýra ramma í uppeldinu, fáar en einfaldar reglur og ótvíræð og einföld fyrirmæli sem fylgt er eftir.Fyrst og fremst þarf þó jákvætt viðmót, hrós og viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Skilningur á eðli ADHD og samvinna þeirra sem umgangast barnið eða unglinginn, hvort sem það er heima eða utan heimilis, í skóla eða leikskóla eða í tómstundastarfi, er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandann og skapa þeim og fjölskyldum þeirra gott líf.
Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira