Innlent

Rafmagnslaust fyrir vestan þriðja daginn í röð

Jóhannes Stefánsson skrifar
Erfitt hefur reynst að reiða sig á rafmagnið á Vestfjörðum seinustu daga.
Erfitt hefur reynst að reiða sig á rafmagnið á Vestfjörðum seinustu daga. Vísir/Pjetur
Rafmagnslaust er á norðanverðum Vestfjörðum, en straumurinn hefur verið slitróttur og raftæki skemmst vegna þessa.

Kristján Einarsson, vaktmaður hjá Orkubúi Vestfjarða, segir að verið sé að kanna hvað það sé sem valdi þessu ástandi. „Við erum að ræsa díselvaraaflstöð eins og er eftir að aðallínan frá Mjólká sló út.“

Í tilkynningu sem fréttastofu barst frá Hafþóri Gunnarssyni, íbúa á svæðinu, hafa raflínur séð fyrir óstöðugum straumi seinustu þrjá daga og að einhver raftæki hafi skemmst vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×