Leikur með annarri hendi Baldvin Þormóðsson skrifar 25. júní 2014 12:00 Aron Már tók fyrsta flug til Akureyrar þegar honum bauðst hlutverkið. vísir/maría nelson „Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
„Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira