Leikur með annarri hendi Baldvin Þormóðsson skrifar 25. júní 2014 12:00 Aron Már tók fyrsta flug til Akureyrar þegar honum bauðst hlutverkið. vísir/maría nelson „Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
„Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira