Kona leitaði aðstoðar á slysadeild Landsspítalans um fjögur leitið í nótt, eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás. Hún var með áverka í andliti og víðar, að sögn lögreglu, sem hafði upp á árásarmanninum og handtók hann. Nánari málsatvik liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Kona varð fyrir alvarlegri líkamsárás
