Hjólaleið um Suðurland til að efla hjólaferðamennsku Svavar Hávarðsson skrifar 18. febrúar 2014 08:43 Mikil tækifæri eru fyrir minni staði til að byggja upp þjónustu í kringum hjólaferðamennsku. Mynd/Gísli Rafn „Þessu fylgja hellings tækifæri, ekki síst fyrir fólkið í landinu, okkur, bæði atvinnutækifæri og til þess að auka lífsgæði á fámennari stöðum hér á landi, bæði með aukinni þjónustu á hverjum stað og tækifærum til að ferðast,“ segir Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá verkfræðistofunni EFLU, en þau Gísli Rafn Guðmundsson, nemi í borgarhönnun við Háskólann í Lundi, hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefni sitt Hjólaleiðir á Íslandi á dögunum. Verkefnið var unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu. Verkefnið fjallar um að velja ákjósanlegustu hjólaleiðir á Íslandi með áherslu á eina stofnleið, sem ætlað er að koma inn á kort EuroVelo-verkefnisins sem Evrópsku hjólreiðasamtökin (ECF) sjá um. Ferðamálastofa hefur þegar fóstrað verkefnið og sótt um aðgang að EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og er ætlað að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku. Á korti EuroVelo eru í dag 14 leiðir, sem eru samtals um 45 þúsund kílómetra langar. Eva Dís útskýrir að hjólaferðamennska velti miklum fjármunum í Evrópu, enda hjólaferðamenn oft með háar eða meðaltekjur. Vistspor hjólandi ferðamanna er einnig mun minna en annarra ferðamanna og væri því fjölgun þessa hóps í samræmi við opinbera stefnumörkun hér á landi um vistvænar samgöngur og sjálfbæra ferðamennsku. „Leiðin sem við völdum er suðurleiðin frá Keflavík, um Suðurstrandarveg, til Seyðisfjarðar. Hún var valin umfram leiðina norður fyrir þar sem hún uppfyllir betur kröfur EuroVelo. Suðurleiðin er auðveld öllum sem vilja hjóla, sem forsenda skráningar. Má nefna, til viðbótar við að ekki má vera mikil hækkun á leiðinni, að helst þarf að vera bundið slitlag og umferðin má ekki vera nema að ákveðnu marki,“ segir Eva Dís. Skráning hjólaleiðar hér á landi er ekki óraunhæf hugmynd. Því fylgir ekki teljandi kostnaður, eða annar kostnaður nema ef væri merkingar á leiðinni þegar fram í sækir. Þá eru langir kaflar sem uppfylla þegar allar kröfur, þó einnig séu kaflar þar sem úrbóta er þörf. Eva Dís nefnir dæmi um þróun lítilla samfélaga í Evrópu eftir að hjólaleið EuroVelo var merkt á svæðinu; jafnvel hafi risið gisti- og veitingaþjónusta í bæjum sem höfðu ekkert slíkt fram til þess tíma.Leiðanetið verður 70.000 kílómetrar EuroVelo var komið á fót af Evrópska hjólreiðasambandinu til að þróa net hjólaleiða af ákveðnum gæðastaðli sem tengir saman öll lönd innan Evrópu. Þegar verkefninu verður lokið í kringum árið 2020 er áætlað að lengd hjólaleiðanna verði um 70.000 kílómetrar. Leiðir innan EuroVelo hafa eftirfarandi að leiðarljósi: Byggja á upprunalegum eða framtíðarinnviðum í viðkomandi löndum. Tvö lönd þurfa að tengjast, hið minnsta. Einfaldleiki í miðlun, þekkt á alþjóðavísu og að hver leið hafi eigið nafn. Framkvæmdaáætlun til staðar (verkefnaáætlun, viðskiptaáætlun, samstarfsaðilar). Merkt með umferðarskiltum með jöfnu millibili og í báðar áttir í samræmi við reglur um merkingar á viðkomandi svæði. Leiðir eru birtar á upplýsingakorti EuroVelo.Heimild: Hjólaleiðir á Íslandi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Þessu fylgja hellings tækifæri, ekki síst fyrir fólkið í landinu, okkur, bæði atvinnutækifæri og til þess að auka lífsgæði á fámennari stöðum hér á landi, bæði með aukinni þjónustu á hverjum stað og tækifærum til að ferðast,“ segir Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá verkfræðistofunni EFLU, en þau Gísli Rafn Guðmundsson, nemi í borgarhönnun við Háskólann í Lundi, hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefni sitt Hjólaleiðir á Íslandi á dögunum. Verkefnið var unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu. Verkefnið fjallar um að velja ákjósanlegustu hjólaleiðir á Íslandi með áherslu á eina stofnleið, sem ætlað er að koma inn á kort EuroVelo-verkefnisins sem Evrópsku hjólreiðasamtökin (ECF) sjá um. Ferðamálastofa hefur þegar fóstrað verkefnið og sótt um aðgang að EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og er ætlað að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku. Á korti EuroVelo eru í dag 14 leiðir, sem eru samtals um 45 þúsund kílómetra langar. Eva Dís útskýrir að hjólaferðamennska velti miklum fjármunum í Evrópu, enda hjólaferðamenn oft með háar eða meðaltekjur. Vistspor hjólandi ferðamanna er einnig mun minna en annarra ferðamanna og væri því fjölgun þessa hóps í samræmi við opinbera stefnumörkun hér á landi um vistvænar samgöngur og sjálfbæra ferðamennsku. „Leiðin sem við völdum er suðurleiðin frá Keflavík, um Suðurstrandarveg, til Seyðisfjarðar. Hún var valin umfram leiðina norður fyrir þar sem hún uppfyllir betur kröfur EuroVelo. Suðurleiðin er auðveld öllum sem vilja hjóla, sem forsenda skráningar. Má nefna, til viðbótar við að ekki má vera mikil hækkun á leiðinni, að helst þarf að vera bundið slitlag og umferðin má ekki vera nema að ákveðnu marki,“ segir Eva Dís. Skráning hjólaleiðar hér á landi er ekki óraunhæf hugmynd. Því fylgir ekki teljandi kostnaður, eða annar kostnaður nema ef væri merkingar á leiðinni þegar fram í sækir. Þá eru langir kaflar sem uppfylla þegar allar kröfur, þó einnig séu kaflar þar sem úrbóta er þörf. Eva Dís nefnir dæmi um þróun lítilla samfélaga í Evrópu eftir að hjólaleið EuroVelo var merkt á svæðinu; jafnvel hafi risið gisti- og veitingaþjónusta í bæjum sem höfðu ekkert slíkt fram til þess tíma.Leiðanetið verður 70.000 kílómetrar EuroVelo var komið á fót af Evrópska hjólreiðasambandinu til að þróa net hjólaleiða af ákveðnum gæðastaðli sem tengir saman öll lönd innan Evrópu. Þegar verkefninu verður lokið í kringum árið 2020 er áætlað að lengd hjólaleiðanna verði um 70.000 kílómetrar. Leiðir innan EuroVelo hafa eftirfarandi að leiðarljósi: Byggja á upprunalegum eða framtíðarinnviðum í viðkomandi löndum. Tvö lönd þurfa að tengjast, hið minnsta. Einfaldleiki í miðlun, þekkt á alþjóðavísu og að hver leið hafi eigið nafn. Framkvæmdaáætlun til staðar (verkefnaáætlun, viðskiptaáætlun, samstarfsaðilar). Merkt með umferðarskiltum með jöfnu millibili og í báðar áttir í samræmi við reglur um merkingar á viðkomandi svæði. Leiðir eru birtar á upplýsingakorti EuroVelo.Heimild: Hjólaleiðir á Íslandi
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira