Svona verður brúðkaup ársins Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 15:00 Vísir/Getty Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West ganga í það heilaga um helgina en þau trúlofuðu sig í október á síðasta ári. Mikil leynd hvílir yfir brúðkaupinu en Fréttablaðið reynir að púsla saman því sem sagt hefur verið um herlegheitin og ímynda sér hvernig brúðkaupsdagur parsins verður.Au revoir París Upphaflega ætluðu Kanye og Kim að láta gefa sig saman í Versölum í París í Frakklandi en fengu ekki leyfi frá yfirvöldum. Síðustu fregnir herma að parið muni ganga í það heilaga í 16. aldar virki í Flórens á Ítalíu en þau eru afar hrifin af borginni. Virkið heitir Belvedere og kemur prestur frá Bandaríkjunum til að gefa þau saman.Mikil leynd Kim og Kanye sendu út gullslegið boðskort til brúðkaupsgestanna en litlar upplýsingar er að finna á því. Gestir eru boðaðir til veislu í París en samkvæmt heimildarmanni Us Weekly veit enginn gestanna hvar brúðkaupið verður haldið fyrr en þeir koma til París næsta föstudag. Á boðskortinu er hins vegar tekið fram að spariklæðnaður sé skilyrði. Á föstudagskvöldið ætlar parið að halda partí í Versölum og bjóða gestum sínum upp á leiðsögn um höllina. Þá ætla þau að fylla sundlaug af bleiku vatni til að ganga í augun á gestum sínum, samkvæmt heimildum Daily Mail.Tvö hundruð gestir Talið er að Kim og Kanye hafi boðið um tvö hundruð manns í brúðkaupið, þar á meðal systrum Kim, Khloe og Kourtney, Beyoncé, Jay Z, Larsa og Scottie Pippen, Brittny Gastineau, Serenu Williams og Blac Chyna. Sonur Bruce Jenner, Brody Jenner, ætlar hins vegar ekki að mæta þar sem hann er afar móðgaður yfir því að kærustu hans til sjö mánaða, Kaitlynn Carter, var ekki boðið. Þá er Idol-kynninum Ryan Seacrest og ærslabelgnum Lindsay Lohan ekki heldur boðið.Hrifin af Veru Wang „Ég mátaði nokkra og þrengdi síðan hópinn,“ sagði Kim Kardashian í viðtali á Met-ballinu fyrir stuttu um brúðarkjólinn. Fatahönnuðurinn Vera Wang hannaði þrjá kjóla sem Kim klæddist þegar hún giftist Kris Humphries árið 2011 og því gæti farið svo að Vera hefði verið fengin til að hanna kjólinn sem Kim játast Kanye í. Vera hefur ekki staðfest þetta en sagði í viðtali í teiti í MOMA-safninu þann 13. maí að hún héldi að kjóllinn yrði eftirminnilegur.Stjúppabbi leiðir Kim upp að altarinu Þó að stjúpfaðir Kim, Bruce Jenner, sé nýskilinn við móður hennar, Kris Jenner, eftir tuttugu ára hjónaband ætlar Bruce að leiða stjúpdóttur sína upp að altarinu á laugardag.Syngur í brúðkaupinu Söngkonan Lana Del Rey syngur í brúðkaupi parsins samkvæmt heimildum Daily Mirror. Ku Kim vera mikill aðdáandi söngkonunnar og því bað Kanye hana sérstaklega um að flytja ljúf ástarljóð við athöfnina.Vilja annað barn strax Kim og Kanye ætla að reyna að eignast barn strax eftir athöfnina ef marka má heimildarmann tímaritsins Us Weekly en þau eignuðust dótturina North í júní á síðasta ári. „Hún vill að stutt sé á milli barnanna í aldri,“ segir heimildarmaður ritsins.Rándýr andlitshreinsun Kim fór í andlitshreinsun hjá Lancer Dermatology á föstudag. Hreinsunin var framkvæmd af Louise Deschamps, vinkonu Kim, og er notast við stofnfrumur þegar húðin er hreinsuð. Meðferðin er alls ekki ódýr og kostar frá fimm hundruð dollurum, tæplega sextíu þúsund krónum. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West ganga í það heilaga um helgina en þau trúlofuðu sig í október á síðasta ári. Mikil leynd hvílir yfir brúðkaupinu en Fréttablaðið reynir að púsla saman því sem sagt hefur verið um herlegheitin og ímynda sér hvernig brúðkaupsdagur parsins verður.Au revoir París Upphaflega ætluðu Kanye og Kim að láta gefa sig saman í Versölum í París í Frakklandi en fengu ekki leyfi frá yfirvöldum. Síðustu fregnir herma að parið muni ganga í það heilaga í 16. aldar virki í Flórens á Ítalíu en þau eru afar hrifin af borginni. Virkið heitir Belvedere og kemur prestur frá Bandaríkjunum til að gefa þau saman.Mikil leynd Kim og Kanye sendu út gullslegið boðskort til brúðkaupsgestanna en litlar upplýsingar er að finna á því. Gestir eru boðaðir til veislu í París en samkvæmt heimildarmanni Us Weekly veit enginn gestanna hvar brúðkaupið verður haldið fyrr en þeir koma til París næsta föstudag. Á boðskortinu er hins vegar tekið fram að spariklæðnaður sé skilyrði. Á föstudagskvöldið ætlar parið að halda partí í Versölum og bjóða gestum sínum upp á leiðsögn um höllina. Þá ætla þau að fylla sundlaug af bleiku vatni til að ganga í augun á gestum sínum, samkvæmt heimildum Daily Mail.Tvö hundruð gestir Talið er að Kim og Kanye hafi boðið um tvö hundruð manns í brúðkaupið, þar á meðal systrum Kim, Khloe og Kourtney, Beyoncé, Jay Z, Larsa og Scottie Pippen, Brittny Gastineau, Serenu Williams og Blac Chyna. Sonur Bruce Jenner, Brody Jenner, ætlar hins vegar ekki að mæta þar sem hann er afar móðgaður yfir því að kærustu hans til sjö mánaða, Kaitlynn Carter, var ekki boðið. Þá er Idol-kynninum Ryan Seacrest og ærslabelgnum Lindsay Lohan ekki heldur boðið.Hrifin af Veru Wang „Ég mátaði nokkra og þrengdi síðan hópinn,“ sagði Kim Kardashian í viðtali á Met-ballinu fyrir stuttu um brúðarkjólinn. Fatahönnuðurinn Vera Wang hannaði þrjá kjóla sem Kim klæddist þegar hún giftist Kris Humphries árið 2011 og því gæti farið svo að Vera hefði verið fengin til að hanna kjólinn sem Kim játast Kanye í. Vera hefur ekki staðfest þetta en sagði í viðtali í teiti í MOMA-safninu þann 13. maí að hún héldi að kjóllinn yrði eftirminnilegur.Stjúppabbi leiðir Kim upp að altarinu Þó að stjúpfaðir Kim, Bruce Jenner, sé nýskilinn við móður hennar, Kris Jenner, eftir tuttugu ára hjónaband ætlar Bruce að leiða stjúpdóttur sína upp að altarinu á laugardag.Syngur í brúðkaupinu Söngkonan Lana Del Rey syngur í brúðkaupi parsins samkvæmt heimildum Daily Mirror. Ku Kim vera mikill aðdáandi söngkonunnar og því bað Kanye hana sérstaklega um að flytja ljúf ástarljóð við athöfnina.Vilja annað barn strax Kim og Kanye ætla að reyna að eignast barn strax eftir athöfnina ef marka má heimildarmann tímaritsins Us Weekly en þau eignuðust dótturina North í júní á síðasta ári. „Hún vill að stutt sé á milli barnanna í aldri,“ segir heimildarmaður ritsins.Rándýr andlitshreinsun Kim fór í andlitshreinsun hjá Lancer Dermatology á föstudag. Hreinsunin var framkvæmd af Louise Deschamps, vinkonu Kim, og er notast við stofnfrumur þegar húðin er hreinsuð. Meðferðin er alls ekki ódýr og kostar frá fimm hundruð dollurum, tæplega sextíu þúsund krónum.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira