Varð þýskur meistari á gervifótum frá Össuri | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2014 12:41 Rehm stekkur til sigurs í gær. Vísir/Getty Langstökkvarinn Marcus Rehm varð þýskur meistari í greininni um helgina þegar hann stökk 8,24 m. Rehm missti hægri fótinn fyrir neðan hné þegar hann var ellefu ára gamall og hefur verið fremsti langstökkvari heims í sínum fötlunarflokki undanfarin ár. Rehm er 25 ára og notar gervifætur frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri í keppni. Um helgina keppti hann með ófötluðum á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum og varð meistari er hann stökk 8,24 m. Um leið stórbætti hann eigið heimsmet í fötlunarflokki F44 en náði einnig lágmarki fyrir EM í Zürich síðar í sumar. Nú á eftir að koma í ljós hvort að Frjálsíþróttasamband Evrópu gefi honum keppnisleyfi.Vísir/Getty Fordæmi eru fyrir því en Oscar Pistorius frá Suður-Afríku varð árið 2011 fyrstur fatlaðra íþróttamanna til að vinna verðlaun á HM ófatlaðra er hann vann brons með sveit Suður-Afríku í 4x400 boðhlaupi karla. Pistorius var svo á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Pistorius notaðist sem kunnugt er einnig við gervifætur frá Össuri í sínum keppnum. Þó er deilt um hvort að gervigóturinn sem Rehm notar gefi honum forskot fram yfir aðra keppendur í langstökki. „Gervifóturinn er fimmtán sentímetrum lengri en hinn fótleggurinn hans. Ég er með jafnlanga fætur,“ sagði Sebastian Bayer, ríkjandi Evrópumeistari í greininni, en hann varð fimmti í gær.Vísir/Getty Sjálfur vill Rehm fá þessi mál á hreint. „Ég skil vel að þetta sé rætt. Ég vil sjálfur fá niðurstöðu, bæði mín vegna og fyrir aðra íþróttamenn.“ „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ég hafi ekki forskot fram yfir aðra. En það er gríðarlega mikilvægt að þessi mál verði skýrð. Sanngirni í íþróttum er mér mikilvægara en allt annað.“Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sjá meira
Langstökkvarinn Marcus Rehm varð þýskur meistari í greininni um helgina þegar hann stökk 8,24 m. Rehm missti hægri fótinn fyrir neðan hné þegar hann var ellefu ára gamall og hefur verið fremsti langstökkvari heims í sínum fötlunarflokki undanfarin ár. Rehm er 25 ára og notar gervifætur frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri í keppni. Um helgina keppti hann með ófötluðum á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum og varð meistari er hann stökk 8,24 m. Um leið stórbætti hann eigið heimsmet í fötlunarflokki F44 en náði einnig lágmarki fyrir EM í Zürich síðar í sumar. Nú á eftir að koma í ljós hvort að Frjálsíþróttasamband Evrópu gefi honum keppnisleyfi.Vísir/Getty Fordæmi eru fyrir því en Oscar Pistorius frá Suður-Afríku varð árið 2011 fyrstur fatlaðra íþróttamanna til að vinna verðlaun á HM ófatlaðra er hann vann brons með sveit Suður-Afríku í 4x400 boðhlaupi karla. Pistorius var svo á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Pistorius notaðist sem kunnugt er einnig við gervifætur frá Össuri í sínum keppnum. Þó er deilt um hvort að gervigóturinn sem Rehm notar gefi honum forskot fram yfir aðra keppendur í langstökki. „Gervifóturinn er fimmtán sentímetrum lengri en hinn fótleggurinn hans. Ég er með jafnlanga fætur,“ sagði Sebastian Bayer, ríkjandi Evrópumeistari í greininni, en hann varð fimmti í gær.Vísir/Getty Sjálfur vill Rehm fá þessi mál á hreint. „Ég skil vel að þetta sé rætt. Ég vil sjálfur fá niðurstöðu, bæði mín vegna og fyrir aðra íþróttamenn.“ „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ég hafi ekki forskot fram yfir aðra. En það er gríðarlega mikilvægt að þessi mál verði skýrð. Sanngirni í íþróttum er mér mikilvægara en allt annað.“Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sjá meira