Óhapp varð í hljóðveri FM 957 í gær og slökknaði á útsendingu útvarpsstöðvarinnar um stund. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hafði þá slökkt á stöðinni án þess að hafa hugmynd um það.
Upptökur fyrir atriði fyrir kvikmyndina Bakk fóru fram í hljóðverinu, en Ágústa Eva leikur í þeirri mynd. Í atriðinu sem um ræðir eru aðalpersónur myndarinnar að kynna söfnun sem fer fram í myndinni á FM.
Á Facebooksíðu FM 957 er þó tekið fram að hún hafi séð mjög mikið eftir því að hafa slökkt á útsendingunni.
