Lífið

Gefur út selfie-bók

Kim Kardashian er selfie-sjúk.
Kim Kardashian er selfie-sjúk. vísir/getty
Fyrir þá sem hafa fylgst með Kim Kardashian á samfélagsmiðlum vita að hún er ekki feimin við að birta myndir af sjálfri sér. Nú hefur hún hinsvegar ákveðið að gefa út sjálfsmyndirnar í hnausþykkri bók sem kemur til með að innhalda hennar allra bestu sjálfsmyndir.

Í lýsingu á bókinni, sem kemur út í apríl 2015, segir að frá því að Kim starfaði sem stílisti í byrjun ferilsins hafi hún núna náð að staðfesta sig sem ein skærasta stjarna Hollywood.

Einnig kemur fram í lýsingunni að Kim Kardashian sé nokkurskonar Marylin Monroe okkar tíma og að í gegnum samfélagsmiðla tengir hún við aðdáendur sína daglega með því að deila sjálfsmyndunum sem sína hvert smáatriði hennar daglega lífs.

Doðranturinn mun koma til með að vera hvorki meira né minna en 352 blaðsíður af uppáhalds sjálfsmyndum stjörnunnar en bókin mun samt sem áður ekki kosta meira en 20 bandaríkjadali, eða um 2.300 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.