Sneri við taflinu og æfir nú fyrir maraþonið Bjarki Ármannsson skrifar 14. ágúst 2014 09:39 Ívar Trausti árið 2008, fyrir átakið, og nú síðasta haust. Mynd/Ívar Trausti Rúmlega sex ár eru liðin frá því að Ívari Trausta Jósafatssyni barst það sem hann kallar „wake-up call“ varðandi heilsu sína. Hann var þá orðinn rúmlega hundrað kíló á þyngd, fékk ekki að gefa blóð í Blóðbankanum vegna of hás blóðþrýstingsins og var ráðlagt af hjartalæknum að byrja að taka þynningarlyf. Í dag æfir Ívar Trausti af fullu kappi fyrir komandi Reykjavíkurmaraþon en ótrúlegur viðsnúningur hans í heilsufarsmálum er fyrst og fremst af hans eigin völdum. „Ég vildi alls ekki fara á þynningarlyf og taldi mig í raun alveg geta snúið þessu við,“ segir hinn 53 ára íþróttagarpur. „Hægt og rólega gerði ég það. Þetta voru engin læti, bara skynsemi.“ Ívar hefur mikla reynslu af því að hreyfa sig en hafði gert lítið af því í tíu ár þegar það rann upp fyrir honum að hann þyrfti að taka sig á. Hann segist aldrei hafa leitað til einkaþjálfara eða lækna og einungis notast við eigin íþróttareynslu og þekkingu í næringarfræði. „Ég hef alveg gert allt sjálfur. Ég set upp hlaupaprógrömm og styrktaræfingar fyrir aðra og kann alveg á næringu og allt þetta sjálfur,“ segir hann. „Það er ekkert mjög erfitt fyrir mig að gera þetta, en þá getur maður líka bara deilt því frekar.“ Á Facebook-síðu Ívars setur hann reglulega inn efni í aðdraganda maraþonsins. Þar segir hann meðal annars frá sérstökum æfingum sem hann hefur tileinkað sér til að takast á við meiðsli sem hafa hrjáð hann, meðal annars í mjóhrygg og bólgu í hásinum. Hann segir þetta meðal annars gert til að hvetja aðra til að láta ekki meiðsli og önnur vandamál aftra sér frá því að hreyfa sig. „Ég geri ekki svona vanalega. En þetta eru allt kvillar sem fullt af fólki er með, bæði yfirþyngd, hár blóðþrýstingur og ýmsar bólgur hér og þar, “ segir Ívar. „Þó að það þýði smá athygli, þá er ágætt ef þetta hjálpar eitthvað. Ég þekki svo marga í hjólum, hlaupi, þríþraut og svona sem eru endalaust að meiða sig og lenda í stoppi. Þá er ágætt að deila því hvernig maður hefur lært á sjálfan sig að forðast þetta.“ Ívar er nú rúmlega 72 kíló og stefnir á að klára maraþonið á innan við tveim klukkutímum og fimmtíu mínútum. Þess má geta að sigurvegari í Íslandsmeistaramóti karla í maraþoninu í fyrra, Pétur Sturla Bjarnason, lauk hlaupi á tveimur klukkutímum og 46 mínútum. „Eftir það er aðalatriðið að halda sér heilum og halda áfram að bæta sig bara,“ segir Ívar um framhaldið. Innlegg frá Ivar Trausti Josafatsson. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Rúmlega sex ár eru liðin frá því að Ívari Trausta Jósafatssyni barst það sem hann kallar „wake-up call“ varðandi heilsu sína. Hann var þá orðinn rúmlega hundrað kíló á þyngd, fékk ekki að gefa blóð í Blóðbankanum vegna of hás blóðþrýstingsins og var ráðlagt af hjartalæknum að byrja að taka þynningarlyf. Í dag æfir Ívar Trausti af fullu kappi fyrir komandi Reykjavíkurmaraþon en ótrúlegur viðsnúningur hans í heilsufarsmálum er fyrst og fremst af hans eigin völdum. „Ég vildi alls ekki fara á þynningarlyf og taldi mig í raun alveg geta snúið þessu við,“ segir hinn 53 ára íþróttagarpur. „Hægt og rólega gerði ég það. Þetta voru engin læti, bara skynsemi.“ Ívar hefur mikla reynslu af því að hreyfa sig en hafði gert lítið af því í tíu ár þegar það rann upp fyrir honum að hann þyrfti að taka sig á. Hann segist aldrei hafa leitað til einkaþjálfara eða lækna og einungis notast við eigin íþróttareynslu og þekkingu í næringarfræði. „Ég hef alveg gert allt sjálfur. Ég set upp hlaupaprógrömm og styrktaræfingar fyrir aðra og kann alveg á næringu og allt þetta sjálfur,“ segir hann. „Það er ekkert mjög erfitt fyrir mig að gera þetta, en þá getur maður líka bara deilt því frekar.“ Á Facebook-síðu Ívars setur hann reglulega inn efni í aðdraganda maraþonsins. Þar segir hann meðal annars frá sérstökum æfingum sem hann hefur tileinkað sér til að takast á við meiðsli sem hafa hrjáð hann, meðal annars í mjóhrygg og bólgu í hásinum. Hann segir þetta meðal annars gert til að hvetja aðra til að láta ekki meiðsli og önnur vandamál aftra sér frá því að hreyfa sig. „Ég geri ekki svona vanalega. En þetta eru allt kvillar sem fullt af fólki er með, bæði yfirþyngd, hár blóðþrýstingur og ýmsar bólgur hér og þar, “ segir Ívar. „Þó að það þýði smá athygli, þá er ágætt ef þetta hjálpar eitthvað. Ég þekki svo marga í hjólum, hlaupi, þríþraut og svona sem eru endalaust að meiða sig og lenda í stoppi. Þá er ágætt að deila því hvernig maður hefur lært á sjálfan sig að forðast þetta.“ Ívar er nú rúmlega 72 kíló og stefnir á að klára maraþonið á innan við tveim klukkutímum og fimmtíu mínútum. Þess má geta að sigurvegari í Íslandsmeistaramóti karla í maraþoninu í fyrra, Pétur Sturla Bjarnason, lauk hlaupi á tveimur klukkutímum og 46 mínútum. „Eftir það er aðalatriðið að halda sér heilum og halda áfram að bæta sig bara,“ segir Ívar um framhaldið. Innlegg frá Ivar Trausti Josafatsson.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira