Innlent

Vinkonur Jóhönnu meðal þeirra fyrstu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhanna og Jónína ásamt vinkonunum sínum Debbie og Sandi Toksvig sem gengu í það heilaga í gær.
Jóhanna og Jónína ásamt vinkonunum sínum Debbie og Sandi Toksvig sem gengu í það heilaga í gær. Mynd/Fésbókarsíða Jóhönnu
Hjónavígslur samkynhneigðra fóru fram í fyrsta skipti í Bretlandi í gær. Vinkonur forsætisráðherrans fyrrverandi, Jóhönnu Sigurðardóttur, voru meðal þeirra fyrstu sem fengu á sig hnapphelduna á þessum tímamótadegi.

Jóhanna greinir sjálf frá því á Fésbókarsíðu sinni að fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og grínistinn Sandi Toksvig og sálgreinirinn og ljósmyndarinn Debbie Toksvig hafi staðfest hjónabandsheiti sitt í Royal Festival Hall. Gestir hafi verið á þriðja þúsund þar sem kveðja frá Jóhönnu og Jónínu Leósdóttur var lesin upp og birt mynd af vinkonunum.

„Kæru vinir, Sandi og Debbie. Einlægar hamingjuóskir með endurnýjun hjúskaparheitanna á þessum gleðidegi sem loksins heimila hjónabönd samkynhneigðra í Bretlandi,“ kom fram í kveðju Jóhönnu og Jónínu sem lesa má í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×