Reykingabann í bílum kemur til greina Freyr Bjarnason skrifar 19. febrúar 2014 09:23 Viðar Jensson er verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti Landlæknis. Fréttablaðið/Vilhelm Mögulegt bann við reykingum í bílum þar sem börn eru með í för er hluti af því sem skoðað er í tengslum við nýja opinbera stefnumótun í tóbaksvörnum. Embætti Landlæknis vinnur að stefnumótuninni, ásamt velferðarráðuneytinu og fleirum. Stutt er síðan breska þingið samþykkti slíkt bann með miklum meirihluta. Stefnumótuninni hér á að ljúka í vor og kemur þá í ljós hvort lagðar verði til svipaðar breytingar. „Við höfum fylgst með því í gegnum okkar norræna samstarf sem er að gerast í öðrum löndum eins og í Finnlandi og í Bretlandi,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti Landlæknis. „Finnar hafa reynt að koma þessu í gegnum þingið en þeim varð ekki ágengt í fyrstu tilraun.“ Viðar bendir á að reykur úr sígarettum í lokuðu rými á borð við bíl sé ellefu sinnum eitraðri en í opnu rými eins og á veitinga- eða skemmtistað. „Mig langar til að benda á þessa alþjóðasamninga sem við höfum samþykkt eins og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að forráðamenn barna eigi að bera ábyrgð á að þau séu ekki í skaðlegu umhverfi,“ segir hann og áréttar um leið að í alþjóðarammasamningi um tóbaksvarnir, sem hér hafi verið fullgiltur 2005, sé viðurkennt að vísindaleg gögn hafi með óhyggjandi hætti staðfest að óbeinar reykingar valdi dauða, sjúkdómum og fötlun. Að sögn Viðars er Bretland fyrsta vestræna ríkið sem samþykkir lög á landsvísu um bann við reykingum í bílum þar sem börn eru með í för. „Svæði í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu hafa tekið þetta upp. Ástralar og Kanadamenn hafa alltaf verið svolítið á undan í tóbaksvarnarmálum.“ Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Mögulegt bann við reykingum í bílum þar sem börn eru með í för er hluti af því sem skoðað er í tengslum við nýja opinbera stefnumótun í tóbaksvörnum. Embætti Landlæknis vinnur að stefnumótuninni, ásamt velferðarráðuneytinu og fleirum. Stutt er síðan breska þingið samþykkti slíkt bann með miklum meirihluta. Stefnumótuninni hér á að ljúka í vor og kemur þá í ljós hvort lagðar verði til svipaðar breytingar. „Við höfum fylgst með því í gegnum okkar norræna samstarf sem er að gerast í öðrum löndum eins og í Finnlandi og í Bretlandi,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti Landlæknis. „Finnar hafa reynt að koma þessu í gegnum þingið en þeim varð ekki ágengt í fyrstu tilraun.“ Viðar bendir á að reykur úr sígarettum í lokuðu rými á borð við bíl sé ellefu sinnum eitraðri en í opnu rými eins og á veitinga- eða skemmtistað. „Mig langar til að benda á þessa alþjóðasamninga sem við höfum samþykkt eins og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að forráðamenn barna eigi að bera ábyrgð á að þau séu ekki í skaðlegu umhverfi,“ segir hann og áréttar um leið að í alþjóðarammasamningi um tóbaksvarnir, sem hér hafi verið fullgiltur 2005, sé viðurkennt að vísindaleg gögn hafi með óhyggjandi hætti staðfest að óbeinar reykingar valdi dauða, sjúkdómum og fötlun. Að sögn Viðars er Bretland fyrsta vestræna ríkið sem samþykkir lög á landsvísu um bann við reykingum í bílum þar sem börn eru með í för. „Svæði í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu hafa tekið þetta upp. Ástralar og Kanadamenn hafa alltaf verið svolítið á undan í tóbaksvarnarmálum.“
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira